Drive stendur upp úr 29. desember 2011 17:00 Best Drive eftir Nicolas Winding Refn með Ryan Gosling í aðalhlutverki er besta kvikmynd ársins að mati Empire, Total Film og Rolling Stone.F17281211 Drive Kvikmyndaspekúlantar eru farnir að gera upp árið 2011 og velja bestu myndir ársins. Drive eftir danska leikstjórann Nicholas Winding Refn virðist vera fremst meðal jafningja. Kvikmyndarýnar Empire, Total Film og Rolling Stone hafa allir sett hasarmyndina Drive í efsta sætið hjá sér yfir kvikmyndir ársins 2011. Í umsögn Total Film kemur meðal annars fram að „gagnkynhneigðir karlmenn hafi orðið hálf samkynhneigðir yfir Ryan Gosling". Honum hafi tekist að láta satínjakka og tannstöngla líta út fyrir að vera svala fylgihluti. Drive segir frá hinum nafnlausa ökumanni sem Gosling leikur. Hann sinnir áhættuakstri fyrir Hollywood-kvikmyndir á daginn en ekur flóttabifreiðum fyrir glæpamenn á kvöldin. Hann hefur mjög einfaldar lífsreglur: hann vinnur aldrei fyrir sama aðilann tvisvar og gefur ræningjunum aðeins fimm mínútur til að athafna sig. Hann vingast óvart við nágrannakonu sína og son hennar en þegar eiginmaður hennar losnar úr fangelsi fer af stað óvænt og fremur blóðdrifin atburðarás. Drive er hugarfóstur framleiðandans Marc Platt sem keypti kvikmyndaréttinn að bók James Sallis, The Driver. Platt sagði að honum fyndist aðalsögupersónan í bókinni minna sig á hetjurnar sínar úr barnæsku, þá Clint Eastwood og Steve McQueen. Platt hafði strax mjög sterka skoðun á því hver ætti að leika aðalhlutverkið, efstur á blaði hjá honum Ryan Gosling. Stjarnan fékk síðan að vera með í ráðum þegar ráðinn var leikstjóri og í huga leikarans kom aðeins einn til greina, hinn danski Nicolas Winding Refn. En kvikmynd hans, Bronson, hafði vakið mikla athygli meðal elítunnar í Hollywood. Refn var mikill aðdáandi sjónvarpsþáttanna Breaking Bad og Bryan Cranston var því einn af fyrstu leikurunum sem hann fékk um borð. Refn lýsir því síðan sem ást við fyrstu sýn þegar hann hitti Carey Mulligan. „Ég vissi strax að ég hefði fundið aðalleikkonuna okkar." Drive var ódýr í framleiðslu þrátt fyrir að hafa í fyrstu verið hugsuð sem miðasölusprengja, hún kostaði eingöngu þrettán milljónir dollara. Sökum þess hversu lítið fjármagn tökuliðið hafði á milli handanna var ákveðið að taka hana í Los Angeles og Refn valdi tökustaðina á rúntinum með Gosling. Leikstjórinn fór fram á það við aðalleikarana og handritshöfundinn Hossein Amini að þau byggju hjá honum meðan á tökunum stæði til að hægt væri að vinna í handritinu þegar stund gæfist milli stríða. Gosling lék sjálfur í mörgum af helstu ökuatriðum myndarinnar eftir að hafa farið á námskeið hjá áhættuökuþórum og nánast engum tölvutæknibrellum var beitt; Refn vildi lágmarka slíka tækni til að eyðileggja ekki áferðina. Að endingu varð mönnum ljóst að Drive var alls ekki svokallaður „blockbuster" og var því ákveðið að markaðssetja hana sem „independent". Myndin sló fyrst í gegn á Cannes-kvikmyndahátíðinni þar sem áhorfendur risu úr sætum til að hylla hana og Refn fékk Gullpálmann fyrir bestu leikstjórn. Myndin hefur að endingu orðið að költ-fyrirbæri og gert það að verkum að 2011 er ár Ryan Gosling. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
Kvikmyndaspekúlantar eru farnir að gera upp árið 2011 og velja bestu myndir ársins. Drive eftir danska leikstjórann Nicholas Winding Refn virðist vera fremst meðal jafningja. Kvikmyndarýnar Empire, Total Film og Rolling Stone hafa allir sett hasarmyndina Drive í efsta sætið hjá sér yfir kvikmyndir ársins 2011. Í umsögn Total Film kemur meðal annars fram að „gagnkynhneigðir karlmenn hafi orðið hálf samkynhneigðir yfir Ryan Gosling". Honum hafi tekist að láta satínjakka og tannstöngla líta út fyrir að vera svala fylgihluti. Drive segir frá hinum nafnlausa ökumanni sem Gosling leikur. Hann sinnir áhættuakstri fyrir Hollywood-kvikmyndir á daginn en ekur flóttabifreiðum fyrir glæpamenn á kvöldin. Hann hefur mjög einfaldar lífsreglur: hann vinnur aldrei fyrir sama aðilann tvisvar og gefur ræningjunum aðeins fimm mínútur til að athafna sig. Hann vingast óvart við nágrannakonu sína og son hennar en þegar eiginmaður hennar losnar úr fangelsi fer af stað óvænt og fremur blóðdrifin atburðarás. Drive er hugarfóstur framleiðandans Marc Platt sem keypti kvikmyndaréttinn að bók James Sallis, The Driver. Platt sagði að honum fyndist aðalsögupersónan í bókinni minna sig á hetjurnar sínar úr barnæsku, þá Clint Eastwood og Steve McQueen. Platt hafði strax mjög sterka skoðun á því hver ætti að leika aðalhlutverkið, efstur á blaði hjá honum Ryan Gosling. Stjarnan fékk síðan að vera með í ráðum þegar ráðinn var leikstjóri og í huga leikarans kom aðeins einn til greina, hinn danski Nicolas Winding Refn. En kvikmynd hans, Bronson, hafði vakið mikla athygli meðal elítunnar í Hollywood. Refn var mikill aðdáandi sjónvarpsþáttanna Breaking Bad og Bryan Cranston var því einn af fyrstu leikurunum sem hann fékk um borð. Refn lýsir því síðan sem ást við fyrstu sýn þegar hann hitti Carey Mulligan. „Ég vissi strax að ég hefði fundið aðalleikkonuna okkar." Drive var ódýr í framleiðslu þrátt fyrir að hafa í fyrstu verið hugsuð sem miðasölusprengja, hún kostaði eingöngu þrettán milljónir dollara. Sökum þess hversu lítið fjármagn tökuliðið hafði á milli handanna var ákveðið að taka hana í Los Angeles og Refn valdi tökustaðina á rúntinum með Gosling. Leikstjórinn fór fram á það við aðalleikarana og handritshöfundinn Hossein Amini að þau byggju hjá honum meðan á tökunum stæði til að hægt væri að vinna í handritinu þegar stund gæfist milli stríða. Gosling lék sjálfur í mörgum af helstu ökuatriðum myndarinnar eftir að hafa farið á námskeið hjá áhættuökuþórum og nánast engum tölvutæknibrellum var beitt; Refn vildi lágmarka slíka tækni til að eyðileggja ekki áferðina. Að endingu varð mönnum ljóst að Drive var alls ekki svokallaður „blockbuster" og var því ákveðið að markaðssetja hana sem „independent". Myndin sló fyrst í gegn á Cannes-kvikmyndahátíðinni þar sem áhorfendur risu úr sætum til að hylla hana og Refn fékk Gullpálmann fyrir bestu leikstjórn. Myndin hefur að endingu orðið að költ-fyrirbæri og gert það að verkum að 2011 er ár Ryan Gosling. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira