Innlit til Lukku - Huggulegt hverfi með skuggahlið 29. nóvember 2011 21:00 Uppáhaldshornið mitt er leshornið, þar líður mér vel. Ég og sonur minn, Dýri Angantýr, sitjum hér oft og lesum og skoðum saman bækur. Svo er líka gott að vinna í tölvunni hér því þá fæ ég ekki illt í axlirnar. Það ríkir stundum smá samkeppni því kisunum Gutta og Robba þykir líka afskaplega gott að vera hér. Myndir/Anton Lukka Sigurðardóttir er nemandi við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Hún var í hópi myndlistarmanna sem tók þátt í listasýningunni InterMost "Elusive Intimacy" í Gallery K4 í Prag. Sjö íslenskir og fjórir tékkneskir myndlistarmenn tóku þátt í sýningunni, sem lauk hinn 20. nóvember og ferðast nú alla leið til Íslands þar sem hún verður sýnd í Kaffistofunni Nemendagallery LHÍ í desember. Lukka býr ásamt manni, börnum, köttum og gullfiskum í fallegu húsi í Bústaðahverfinu. Heimilið er notalegt, bækur þekja alla veggi og fallegum minningum er gert hátt undir höfði. Föstudagur Fréttablaðsins leit í heimsókn til Lukku. Hægt er að fletta myndasafninu með því að smella á myndina. Aldur: 31 árs Í hvaða hverfi býrðu og hver er helsti kostur hverfisins? Ég bý í Bústaðahverfinu, eða Casablanca eins og vinkona mín kallar það. Það á sér fullt af kostum og göllum eins og flest hverfi. Fossvogs- og Elliðaárdalurinn hér í næsta nágrenni og Víkingur er ágætis lið, allavega flottir búningar. Valur er samt alltaf bestur. Hér er rólegt en ekki alveg eins rólegt og flestir halda. Nágrannarnir eru indælis fólk upp til hópa en stundum eftir myrkur fara dópdílerarnir á kreik á bílaplaninu við Bústaðakirkju, það er svona aðal "get together" planið ef þú vilt skora dóp hér í 108. Þá er best að halda sig innandyra og loka kisulúgunni því stundum er stór spangólandi Rottweiler-hundur með í för! Fyrir utan það og svifrykið, já og haglabyssuárásina síðasta aðfangadag, er Bústaðahverfið frábært hverfi. Hvað einkennir heimili þitt? Heimili mitt er frekar svona "lived in" býst ég við enda erum við sex á heimilinu með kisunum, átta með gullfiskunum en það fer að vísu ekki mikið fyrir þeim. Hér eru hlutir sem eru okkur kærir, mikið af minningum og myndum úti um allt. Hvernig er týpískur laugardagsmorgunn hjá þér? Við skiptumst á að sofa út um helgar, ég og maðurinn minn. Sá sem sefur er vakinn í bröns um brönsleytið og svo gerum við skemmtilega fjölskylduhluti það sem eftir er dags. Eða höngum heima eins og við höfum gert mikið af upp á síðkastið þar sem Dýri Angantýr, sonur okkar, er búinn að vera meira og minna lasinn síðan hann byrjaði í leikskóla í ágúst. Hús og heimili Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Lukka Sigurðardóttir er nemandi við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Hún var í hópi myndlistarmanna sem tók þátt í listasýningunni InterMost "Elusive Intimacy" í Gallery K4 í Prag. Sjö íslenskir og fjórir tékkneskir myndlistarmenn tóku þátt í sýningunni, sem lauk hinn 20. nóvember og ferðast nú alla leið til Íslands þar sem hún verður sýnd í Kaffistofunni Nemendagallery LHÍ í desember. Lukka býr ásamt manni, börnum, köttum og gullfiskum í fallegu húsi í Bústaðahverfinu. Heimilið er notalegt, bækur þekja alla veggi og fallegum minningum er gert hátt undir höfði. Föstudagur Fréttablaðsins leit í heimsókn til Lukku. Hægt er að fletta myndasafninu með því að smella á myndina. Aldur: 31 árs Í hvaða hverfi býrðu og hver er helsti kostur hverfisins? Ég bý í Bústaðahverfinu, eða Casablanca eins og vinkona mín kallar það. Það á sér fullt af kostum og göllum eins og flest hverfi. Fossvogs- og Elliðaárdalurinn hér í næsta nágrenni og Víkingur er ágætis lið, allavega flottir búningar. Valur er samt alltaf bestur. Hér er rólegt en ekki alveg eins rólegt og flestir halda. Nágrannarnir eru indælis fólk upp til hópa en stundum eftir myrkur fara dópdílerarnir á kreik á bílaplaninu við Bústaðakirkju, það er svona aðal "get together" planið ef þú vilt skora dóp hér í 108. Þá er best að halda sig innandyra og loka kisulúgunni því stundum er stór spangólandi Rottweiler-hundur með í för! Fyrir utan það og svifrykið, já og haglabyssuárásina síðasta aðfangadag, er Bústaðahverfið frábært hverfi. Hvað einkennir heimili þitt? Heimili mitt er frekar svona "lived in" býst ég við enda erum við sex á heimilinu með kisunum, átta með gullfiskunum en það fer að vísu ekki mikið fyrir þeim. Hér eru hlutir sem eru okkur kærir, mikið af minningum og myndum úti um allt. Hvernig er týpískur laugardagsmorgunn hjá þér? Við skiptumst á að sofa út um helgar, ég og maðurinn minn. Sá sem sefur er vakinn í bröns um brönsleytið og svo gerum við skemmtilega fjölskylduhluti það sem eftir er dags. Eða höngum heima eins og við höfum gert mikið af upp á síðkastið þar sem Dýri Angantýr, sonur okkar, er búinn að vera meira og minna lasinn síðan hann byrjaði í leikskóla í ágúst.
Hús og heimili Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira