Af leikskólamálum Jón Gnarr skrifar 29. nóvember 2011 06:00 Stundum er eins og fólk haldi að undir Ráðhúsi Reykjavíkur séu gullnámur sem hægt sé að ganga í þegar vantar peninga til að fjármagna eitthvað. Ég hef skoðað hvern krók og kima í Ráðhúsinu en þar er engar slíkar námur að finna. Reykjavíkurborg notar allar tekjur sínar til þess að greiða laun og halda úti þjónustu sem henni er ætlað að sinna. Ef bæta á tiltekna þjónustu eða greiða hærri laun verða borgarbúar að borga hærri skatta eða þeir sem nota þjónustuna að greiða meira fyrir hana. Það er bara þannig. Borgin verður að sýna traustan rekstur ef ekki á illa að fara. Er það enn mikilvægara á óvissutímum eins og þeim sem hafa ríkt undanfarin ár og ekki sér alveg fyrir endann á. Allt gengur þetta sæmilega fyrir sig á meðan allir eru tiltölulega raunsæir og gera eðlilegar kröfur. Eitt leikskólapláss kostar um 2 milljónir á ári. Kostnaðarhlutur foreldra í Reykjavík er innan við 15%. Síðsumars samþykktu leikskólakennarar í Reykjavík og annars staðar kjarasamning sem þeir töldu góðan og viðsemjendur þeirra ásættanlegan. Sá samningur hljóðaði upp á 7,6% launahækkun við undirritun samnings sem var um 3 prósentum meira en það sem taxtar annarra háskólafélaga hækkuðu. Þar gekk fólk sátt frá samningaborði. Fyrir samningana var nokkur hiti í leikskólakennurum eins og oft er þegar sest er niður við samningaborð. Horfði Félag leikskólakennara mjög til kjara félagsmanna sinna í Reykjavík en þau höfðu verið nokkuð betri en hjá öðrum félagsmönnum innan félagsins frá árinu 2008. Ástæðan var sú að Reykjavík greiddi launauppbót sem starfsfólk leikskólanna í Reykjavík og hjá fleiri sveitarfélögum á landinu höfðu fengið árið 2007. Öll önnur sveitarfélög höfðu hins vegar afnumið launauppbótina, í kjölfar efnahagshrunsins. Launauppbótin, greiðsla fyrir 10 tíma yfirvinnu á mánuði, var einföld yfirborgun. Henni var komið á vegna þess að erfitt var að ráða fólk til leikskólanna 2007 þegar allt var á bullandi yfirsnúningi í þjóðfélaginu. Leikskólarnir voru undirmannaðir á þessum tíma og hið góða starfsfólk þeirra vann undir miklu álagi. Eftir hrun breyttist þetta nokkuð. Til dæmis gekk betur að fá fólk til starfa í leikskólum. Hins vegar rýrnuðu kjör allra í þjóðfélaginu gríðarlega. Spara þurfti á öllum sviðum, m.a. á öllum stigum skólakerfisins. Þrátt fyrir að leitað hafi verið að öllum mögulegum sparnaðarráðum var ákveðið að starfsfólk leikskólanna í Reykjavík fengi áfram að halda launauppbótinni. Brugðið var á það ráð að sameina leikskóla og spara við yfirstjórn skólanna frekar en að skerða laun. Sá sparnaður mun skila umtalsverðum ávinningi til lengri tíma litið. Talsmenn Félags leikskólakennara töluðu því um „Reykjavíkurleiðina" svokölluðu þegar þeir settust niður við samningaborðið í sumar. Þeir vildu ná sambærilegum kjörum fyrir alla sína félagsmenn og boðið hafði verið upp á í Reykjavík frá 2007. Af hálfu Reykjavíkurborgar var því alltaf haldið til haga í viðræðum um kjarasamninginn að ef niðurstaðan yrði sú sem Félag leikskólakennara sóttist eftir þá myndi launauppbótin, sem Reykjavík hafði ein greitt eftir hrun, falla niður. Laun leikskólakennara í Reykjavík yrðu þá sambærileg við það sem tíðkast hjá öðrum sveitarfélögum enda væri þá launauppbótin komin inn í kjarasamninga. Formaður FL var því vel búinn undir það að launauppbótin yrði afnumin eftir því sem launahækkanir skiluðu sér til félagsmanna. Enda sagði hann í Fréttablaðinu (22. nóvember sl.) að leikskólakennarar hefðu búist við þessu. Gert er ráð fyrir að launauppbótin verðin afnumin í fjórum áföngum fram til ársins 2014. Þó að engin málefnaleg ástæða sé til þess að reykvískir leikskólakennarar fái hærri laun en félagar þeirra í öðrum sveitarfélögum þýðir þetta aðlögunarferli samt að allan samningstímann verða leikskólakennarar í Reykjavík með ívið hærri laun en félagar þeirra í öðrum sveitarfélögum þar sem launauppbótin verður afnumin í þrepum eftir því sem hækkanir umfram aðra samninga koma inn. Það er líka mikil einföldun sem komið hefur fram í fjölmiðlum að verið sé að taka greiðslur fyrir svokallað neysluhlé af leikskólakennurum. Þeir hafa fengið greitt fyrir að borða með börnunum og hefur vinnutími þeirra styst á móti. Vinni þeir lengur fá þeir greidda yfirvinnu. Ef þetta væri ekki svona þá hefðu öll hin sveitarfélögin, sem líka greiddu launauppbótina fyrir hrun, verið að brjóta gegn samningi við leikskólakennara þegar þeir afnámu launauppbótina. Þegar ákveðið var að afnema launauppbótina varð að skoða kjör annarra stétta sem vinna hjá leikskólunum. Þar vinnur einnig fólk sem heyrir undir stéttarfélagið Eflingu og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. Þetta fólk fékk umtalsvert minni launahækkanir í sínum samningum en leikskólakennarar. Eru kjörin lægst hjá Eflingarhópnum. Því var ákveðið að þessi hópur héldi launauppbótinni enn um sinn. Mér finnst persónulega ekki sanngjarnt að kjarabót eins verði til þess að kjör annarra rýrni. Ég vil ekki standa fyrir því að rýra kjör þeirra sem lægstu launin hafa. Kjarasamningar hafa nú verið gerðir við alla starfshópa hjá Reykjavíkurborg. Er það fagnaðarefni að tekist hafi að ljúka þeim með farsælum hætti. Það er einlæg von mín að við getum gert betur og betur við starfsfólk borgarinnar, t.d. með því að bæta starfsumhverfi, eftir því sem hagur okkar batnar. Að því mun ég stefna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Stundum er eins og fólk haldi að undir Ráðhúsi Reykjavíkur séu gullnámur sem hægt sé að ganga í þegar vantar peninga til að fjármagna eitthvað. Ég hef skoðað hvern krók og kima í Ráðhúsinu en þar er engar slíkar námur að finna. Reykjavíkurborg notar allar tekjur sínar til þess að greiða laun og halda úti þjónustu sem henni er ætlað að sinna. Ef bæta á tiltekna þjónustu eða greiða hærri laun verða borgarbúar að borga hærri skatta eða þeir sem nota þjónustuna að greiða meira fyrir hana. Það er bara þannig. Borgin verður að sýna traustan rekstur ef ekki á illa að fara. Er það enn mikilvægara á óvissutímum eins og þeim sem hafa ríkt undanfarin ár og ekki sér alveg fyrir endann á. Allt gengur þetta sæmilega fyrir sig á meðan allir eru tiltölulega raunsæir og gera eðlilegar kröfur. Eitt leikskólapláss kostar um 2 milljónir á ári. Kostnaðarhlutur foreldra í Reykjavík er innan við 15%. Síðsumars samþykktu leikskólakennarar í Reykjavík og annars staðar kjarasamning sem þeir töldu góðan og viðsemjendur þeirra ásættanlegan. Sá samningur hljóðaði upp á 7,6% launahækkun við undirritun samnings sem var um 3 prósentum meira en það sem taxtar annarra háskólafélaga hækkuðu. Þar gekk fólk sátt frá samningaborði. Fyrir samningana var nokkur hiti í leikskólakennurum eins og oft er þegar sest er niður við samningaborð. Horfði Félag leikskólakennara mjög til kjara félagsmanna sinna í Reykjavík en þau höfðu verið nokkuð betri en hjá öðrum félagsmönnum innan félagsins frá árinu 2008. Ástæðan var sú að Reykjavík greiddi launauppbót sem starfsfólk leikskólanna í Reykjavík og hjá fleiri sveitarfélögum á landinu höfðu fengið árið 2007. Öll önnur sveitarfélög höfðu hins vegar afnumið launauppbótina, í kjölfar efnahagshrunsins. Launauppbótin, greiðsla fyrir 10 tíma yfirvinnu á mánuði, var einföld yfirborgun. Henni var komið á vegna þess að erfitt var að ráða fólk til leikskólanna 2007 þegar allt var á bullandi yfirsnúningi í þjóðfélaginu. Leikskólarnir voru undirmannaðir á þessum tíma og hið góða starfsfólk þeirra vann undir miklu álagi. Eftir hrun breyttist þetta nokkuð. Til dæmis gekk betur að fá fólk til starfa í leikskólum. Hins vegar rýrnuðu kjör allra í þjóðfélaginu gríðarlega. Spara þurfti á öllum sviðum, m.a. á öllum stigum skólakerfisins. Þrátt fyrir að leitað hafi verið að öllum mögulegum sparnaðarráðum var ákveðið að starfsfólk leikskólanna í Reykjavík fengi áfram að halda launauppbótinni. Brugðið var á það ráð að sameina leikskóla og spara við yfirstjórn skólanna frekar en að skerða laun. Sá sparnaður mun skila umtalsverðum ávinningi til lengri tíma litið. Talsmenn Félags leikskólakennara töluðu því um „Reykjavíkurleiðina" svokölluðu þegar þeir settust niður við samningaborðið í sumar. Þeir vildu ná sambærilegum kjörum fyrir alla sína félagsmenn og boðið hafði verið upp á í Reykjavík frá 2007. Af hálfu Reykjavíkurborgar var því alltaf haldið til haga í viðræðum um kjarasamninginn að ef niðurstaðan yrði sú sem Félag leikskólakennara sóttist eftir þá myndi launauppbótin, sem Reykjavík hafði ein greitt eftir hrun, falla niður. Laun leikskólakennara í Reykjavík yrðu þá sambærileg við það sem tíðkast hjá öðrum sveitarfélögum enda væri þá launauppbótin komin inn í kjarasamninga. Formaður FL var því vel búinn undir það að launauppbótin yrði afnumin eftir því sem launahækkanir skiluðu sér til félagsmanna. Enda sagði hann í Fréttablaðinu (22. nóvember sl.) að leikskólakennarar hefðu búist við þessu. Gert er ráð fyrir að launauppbótin verðin afnumin í fjórum áföngum fram til ársins 2014. Þó að engin málefnaleg ástæða sé til þess að reykvískir leikskólakennarar fái hærri laun en félagar þeirra í öðrum sveitarfélögum þýðir þetta aðlögunarferli samt að allan samningstímann verða leikskólakennarar í Reykjavík með ívið hærri laun en félagar þeirra í öðrum sveitarfélögum þar sem launauppbótin verður afnumin í þrepum eftir því sem hækkanir umfram aðra samninga koma inn. Það er líka mikil einföldun sem komið hefur fram í fjölmiðlum að verið sé að taka greiðslur fyrir svokallað neysluhlé af leikskólakennurum. Þeir hafa fengið greitt fyrir að borða með börnunum og hefur vinnutími þeirra styst á móti. Vinni þeir lengur fá þeir greidda yfirvinnu. Ef þetta væri ekki svona þá hefðu öll hin sveitarfélögin, sem líka greiddu launauppbótina fyrir hrun, verið að brjóta gegn samningi við leikskólakennara þegar þeir afnámu launauppbótina. Þegar ákveðið var að afnema launauppbótina varð að skoða kjör annarra stétta sem vinna hjá leikskólunum. Þar vinnur einnig fólk sem heyrir undir stéttarfélagið Eflingu og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. Þetta fólk fékk umtalsvert minni launahækkanir í sínum samningum en leikskólakennarar. Eru kjörin lægst hjá Eflingarhópnum. Því var ákveðið að þessi hópur héldi launauppbótinni enn um sinn. Mér finnst persónulega ekki sanngjarnt að kjarabót eins verði til þess að kjör annarra rýrni. Ég vil ekki standa fyrir því að rýra kjör þeirra sem lægstu launin hafa. Kjarasamningar hafa nú verið gerðir við alla starfshópa hjá Reykjavíkurborg. Er það fagnaðarefni að tekist hafi að ljúka þeim með farsælum hætti. Það er einlæg von mín að við getum gert betur og betur við starfsfólk borgarinnar, t.d. með því að bæta starfsumhverfi, eftir því sem hagur okkar batnar. Að því mun ég stefna.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar