Lífið

Spielberg segir þrívídd ekki fyrir alla

Steven Spielberg.
Steven Spielberg. Mynd/Getty
Leikstjóranum virta Steven Spielberg finnst að kvikmyndaframleiðendur ættu ekki að láta blindast af þrívíddartækninni sem virðist tröllríða markaðnum núna. Spielberg er þeirrar skoðunar að þrívídd sé ekki fyrir alla áhorfendur og að það séu einfaldlega ekki allar myndir sem henta tækninni.

„Það eru margir kvikmyndaframleiðendur sem nota þrívíddartæknina bara í auglýsingaskyni og halda að þá nái þeir betri aðsóknartölum. Það þarf að fara vel með þrívíddina og úthugsa hvert smáatriði varðandi kvikmyndatöku upp á nýtt þegar maður tekur upp í þrívídd. Annars verður útkoman bara misheppnuð.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×