Erlent

Netanyahu lofar breytingum

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. MYND/AP
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, lofar breytingum og segist ætla að koma til móts við óánægjuraddir Ísraela. Breytinga sé þörf hvað nálgun og áherslur í efnahagsmálum varðar sem bein áhrif hafi á helstu stoðir samfélagsins.

Fjölmennustu mótmæli í áraraðir fóru fram víðsvegar í Ísrael á laugardagskvöld. Yfir 150 þúsund mótmælendur komu þá saman í 12 borgum, þar af Tel Aviv, Jerusalem og Haifa sem eru stærstu borgir landsins. Fólkið mótmælti auknum álögum og niðurskurði en lagði um leið áherslu á að nauðsynlegt væri að breyta ísraelsku samfélagi. Hækka þurfi meðallaun og auðvelda fólki að ala börn upp í Ísrael.

Netanyahu hefur hug á að efna til víðtæks samráðsferlis og kalla saman sem flesta að borðinu til að taka þátt í þessari vinnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×