Ingi Rúnar: Það er allt öðruvísi að spila á svona móti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2011 20:49 Ingi Rúnar Gíslason úr Golfklúbbnum Kili varð annar í Einvíginu á Nesinu í dag eftir frábæra spilamennsku og harða keppni við Nökkva Gunnarsson sem tryggði sér sigur í bráðabana. „Það munaði eins litlu og hægt gat. Þetta var annars vandræðalaust hjá mér, það var þægilegt að spila og þetta gekk bara vel. Það var ekkert vesen hjá mér," sagði Ingi Rúnar en hann segir það sérstaka upplifun að taka þátt í þessu móti. „Það er allt öðruvísi að spila á svona móti og í raun miklu skemmtilegra. Fólk tekur meiri áhættu og þetta er allt öðruvísi mót en maður spilar venjulega. Þetta er í annað skiptið sem ég tek þátt í þessu móti en ég datt út á annarri holu síðast og það var ekki nógu gott," sagði Ingi Rúnar. Kylfusveininn hans á mótinu var ekki hár í loftinu. „Sonur minn var kylfusveinninn. Hann er mikill golfari og sá um að lesa púttin fyrir mig," sagði Ingi sem starfar sem golfkennari hjá Kili. „Ég er bara sáttur með daginn þrátt fyrir silfrið. Nökkvi á þetta skilið eftir frábæra spilamennsku," sagði Ingi Rúnar en það má sjá allt viðtalið með því smella hér fyrir ofan. Golf Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ingi Rúnar Gíslason úr Golfklúbbnum Kili varð annar í Einvíginu á Nesinu í dag eftir frábæra spilamennsku og harða keppni við Nökkva Gunnarsson sem tryggði sér sigur í bráðabana. „Það munaði eins litlu og hægt gat. Þetta var annars vandræðalaust hjá mér, það var þægilegt að spila og þetta gekk bara vel. Það var ekkert vesen hjá mér," sagði Ingi Rúnar en hann segir það sérstaka upplifun að taka þátt í þessu móti. „Það er allt öðruvísi að spila á svona móti og í raun miklu skemmtilegra. Fólk tekur meiri áhættu og þetta er allt öðruvísi mót en maður spilar venjulega. Þetta er í annað skiptið sem ég tek þátt í þessu móti en ég datt út á annarri holu síðast og það var ekki nógu gott," sagði Ingi Rúnar. Kylfusveininn hans á mótinu var ekki hár í loftinu. „Sonur minn var kylfusveinninn. Hann er mikill golfari og sá um að lesa púttin fyrir mig," sagði Ingi sem starfar sem golfkennari hjá Kili. „Ég er bara sáttur með daginn þrátt fyrir silfrið. Nökkvi á þetta skilið eftir frábæra spilamennsku," sagði Ingi Rúnar en það má sjá allt viðtalið með því smella hér fyrir ofan.
Golf Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira