Allir þeir sem hafa veitt Anders Behring Breivik aðstoð við að skipuleggja fjöldamorðin í Útey og Osló gætu átt yfir höfði sér refsidóma. Í vefútgáfu norska dagblaðsins Verdens gang er haft eftir lögreglu að þunginn í rannsókninni á fjöldamorðunum sé nú kanna hvort Breivik hafi átt einhverja vitorðsmenn. Breivik tók sér mörg ár til að skipuleggja sprengjuárásina í Osló og morðin í Útey og hver sá sem hefur hvatt hann til hryðjuverkanna á þeim tíma gæti borið refsiábyrgð.
Vitorðsmönnum verður refsað

Mest lesið

Barn á öðru aldursári lést
Innlent





Bíll valt og endaði á hvolfi
Innlent




Þrjú banaslys á fjórum dögum
Innlent