Ekki verið að ritskoða listasýningu: Bókin tengist ekki hruninu Valur Grettisson skrifar 21. apríl 2011 11:28 Kristján B. Jónasson spyr hverslag tjáningafrelsi það sé að tjá sig undir nafnleynd. „Málinu er lokið af okkar hálfu,“ segir Kristján B. Jónasson, forsvarsmaður bókaútgáfunnar Crymogeu, sem gaf út bókina Flora Islandica með myndskreytingum Eggerts Péturssonar listmálara. Kristján kvartaði til Nýlistasafnsins vegna listaverksins Fallegasta bók í heimi á listasýningunni Koddu. Bókin var afskræmd með mat, súkkulaði, majonesi, malakoff og þessháttar. Bókin er hluti af stærri innsetningu sýningarinnar. Kristján sendi því Nýlistasafninu formlega kvörtun vegna málsins sem Nýlistasafnið tók mið af og hefur lofað útgefandanum að taka verkið út af sýningunni. Ásmundur Ásmundsson, einn af forsvarsmönnum sýningarinnar sagði í viðtali við Vísi í gærkvöldi að um væri að ræða alvarlega atlögu að tjáningarfrelsinu. Þessu er Kristján ekki sammála. „Sýningarstjórar sem eru að gagnrýna góðærið geta líka getað spurt sig að því hvað bók sem gefin er út síðla árs 2008 og var ekki studd af neinum erlendum velgjörðarmönnum, bönkum né opinberum stofnunum, og hefur ekki einu sinni verið keypt af einum einasta banka, hefur eiginlega að gera inn í þetta pastasósubað?“ segir Kristján og spyr hvernig þessi bók tengist hruninu. Sýningin er afar ágeng og gagnrýnir samfélagið fyrir og eftir hrunið. Kristján segist ekki vera að ritskoða sýninguna, hann sé einfaldlega í höfundaréttargæslu, það sé skylda hans sem útgefandi bókarinnar. Hann segir höfundarlögin skýr, þar segir: „Óheimilt er að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundarheiður hans eða höfundarsérkenni". Örlög verksins eru hinsvegar óljós. Nýlistasafnið tilkynnti Kristjáni formlega að verkið yrði tekið niður. Aftur á móti sagði Hannes Lárusson, annar af þremur sýningastjórum sýningarinnar, í viðtali við Fréttablaðið í dag, að ef verkið yrði fjarlægt myndi hann kæra það til lögreglunnar. Þegar Kristján er spurður hvernig forlagið muni bregðast við, verði verkið til sýnis annarsstaðar, svarar hann því til að hann treysti því að verkið verði ekki afhent sýningastjórum á ný. Hann bendir á að enginn sé titlaður fyrir verkinu og því sé það á ábyrgð Nýlistasafnsins. Hann spyr svo að lokum: „Og hverslags tjáningarfrelsi er það að þora ekki að segja eitthvað undir nafni?“ Tengdar fréttir Saka Nýlistasafnið um árás á tjáningarfrelsið „Þetta er svartur dagur í sögu tjáningarfrelsis á Íslandi,“ segir Hannes Lárusson, myndlistarmaður og sýningarstjóri, um ákvörðun stjórnar Nýlistasafnsins um að fjarlægja eitt verkanna af sýningunni Koddu. Tugir listamanna taka þátt í sýningunni sem var opnuð í Nýlistasafninu og Alliance-húsinu á Grandagarði um síðustu helgi. 21. apríl 2011 06:30 Nýlistasafnið hefur lokað hluta af umdeildu listasýningunni Koddu Nýlistasafnið hefur lokað hluta af listasýningunni Koddu samkvæmt Ásmundi Ásmundssyni, sem er einn af þremur sýningastjórum sýningarinnar ásamt Hannesi Lárussyni og Tinnu Grétarsdóttur. 20. apríl 2011 21:53 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
„Málinu er lokið af okkar hálfu,“ segir Kristján B. Jónasson, forsvarsmaður bókaútgáfunnar Crymogeu, sem gaf út bókina Flora Islandica með myndskreytingum Eggerts Péturssonar listmálara. Kristján kvartaði til Nýlistasafnsins vegna listaverksins Fallegasta bók í heimi á listasýningunni Koddu. Bókin var afskræmd með mat, súkkulaði, majonesi, malakoff og þessháttar. Bókin er hluti af stærri innsetningu sýningarinnar. Kristján sendi því Nýlistasafninu formlega kvörtun vegna málsins sem Nýlistasafnið tók mið af og hefur lofað útgefandanum að taka verkið út af sýningunni. Ásmundur Ásmundsson, einn af forsvarsmönnum sýningarinnar sagði í viðtali við Vísi í gærkvöldi að um væri að ræða alvarlega atlögu að tjáningarfrelsinu. Þessu er Kristján ekki sammála. „Sýningarstjórar sem eru að gagnrýna góðærið geta líka getað spurt sig að því hvað bók sem gefin er út síðla árs 2008 og var ekki studd af neinum erlendum velgjörðarmönnum, bönkum né opinberum stofnunum, og hefur ekki einu sinni verið keypt af einum einasta banka, hefur eiginlega að gera inn í þetta pastasósubað?“ segir Kristján og spyr hvernig þessi bók tengist hruninu. Sýningin er afar ágeng og gagnrýnir samfélagið fyrir og eftir hrunið. Kristján segist ekki vera að ritskoða sýninguna, hann sé einfaldlega í höfundaréttargæslu, það sé skylda hans sem útgefandi bókarinnar. Hann segir höfundarlögin skýr, þar segir: „Óheimilt er að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundarheiður hans eða höfundarsérkenni". Örlög verksins eru hinsvegar óljós. Nýlistasafnið tilkynnti Kristjáni formlega að verkið yrði tekið niður. Aftur á móti sagði Hannes Lárusson, annar af þremur sýningastjórum sýningarinnar, í viðtali við Fréttablaðið í dag, að ef verkið yrði fjarlægt myndi hann kæra það til lögreglunnar. Þegar Kristján er spurður hvernig forlagið muni bregðast við, verði verkið til sýnis annarsstaðar, svarar hann því til að hann treysti því að verkið verði ekki afhent sýningastjórum á ný. Hann bendir á að enginn sé titlaður fyrir verkinu og því sé það á ábyrgð Nýlistasafnsins. Hann spyr svo að lokum: „Og hverslags tjáningarfrelsi er það að þora ekki að segja eitthvað undir nafni?“
Tengdar fréttir Saka Nýlistasafnið um árás á tjáningarfrelsið „Þetta er svartur dagur í sögu tjáningarfrelsis á Íslandi,“ segir Hannes Lárusson, myndlistarmaður og sýningarstjóri, um ákvörðun stjórnar Nýlistasafnsins um að fjarlægja eitt verkanna af sýningunni Koddu. Tugir listamanna taka þátt í sýningunni sem var opnuð í Nýlistasafninu og Alliance-húsinu á Grandagarði um síðustu helgi. 21. apríl 2011 06:30 Nýlistasafnið hefur lokað hluta af umdeildu listasýningunni Koddu Nýlistasafnið hefur lokað hluta af listasýningunni Koddu samkvæmt Ásmundi Ásmundssyni, sem er einn af þremur sýningastjórum sýningarinnar ásamt Hannesi Lárussyni og Tinnu Grétarsdóttur. 20. apríl 2011 21:53 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Saka Nýlistasafnið um árás á tjáningarfrelsið „Þetta er svartur dagur í sögu tjáningarfrelsis á Íslandi,“ segir Hannes Lárusson, myndlistarmaður og sýningarstjóri, um ákvörðun stjórnar Nýlistasafnsins um að fjarlægja eitt verkanna af sýningunni Koddu. Tugir listamanna taka þátt í sýningunni sem var opnuð í Nýlistasafninu og Alliance-húsinu á Grandagarði um síðustu helgi. 21. apríl 2011 06:30
Nýlistasafnið hefur lokað hluta af umdeildu listasýningunni Koddu Nýlistasafnið hefur lokað hluta af listasýningunni Koddu samkvæmt Ásmundi Ásmundssyni, sem er einn af þremur sýningastjórum sýningarinnar ásamt Hannesi Lárussyni og Tinnu Grétarsdóttur. 20. apríl 2011 21:53