Ekki verið að ritskoða listasýningu: Bókin tengist ekki hruninu Valur Grettisson skrifar 21. apríl 2011 11:28 Kristján B. Jónasson spyr hverslag tjáningafrelsi það sé að tjá sig undir nafnleynd. „Málinu er lokið af okkar hálfu,“ segir Kristján B. Jónasson, forsvarsmaður bókaútgáfunnar Crymogeu, sem gaf út bókina Flora Islandica með myndskreytingum Eggerts Péturssonar listmálara. Kristján kvartaði til Nýlistasafnsins vegna listaverksins Fallegasta bók í heimi á listasýningunni Koddu. Bókin var afskræmd með mat, súkkulaði, majonesi, malakoff og þessháttar. Bókin er hluti af stærri innsetningu sýningarinnar. Kristján sendi því Nýlistasafninu formlega kvörtun vegna málsins sem Nýlistasafnið tók mið af og hefur lofað útgefandanum að taka verkið út af sýningunni. Ásmundur Ásmundsson, einn af forsvarsmönnum sýningarinnar sagði í viðtali við Vísi í gærkvöldi að um væri að ræða alvarlega atlögu að tjáningarfrelsinu. Þessu er Kristján ekki sammála. „Sýningarstjórar sem eru að gagnrýna góðærið geta líka getað spurt sig að því hvað bók sem gefin er út síðla árs 2008 og var ekki studd af neinum erlendum velgjörðarmönnum, bönkum né opinberum stofnunum, og hefur ekki einu sinni verið keypt af einum einasta banka, hefur eiginlega að gera inn í þetta pastasósubað?“ segir Kristján og spyr hvernig þessi bók tengist hruninu. Sýningin er afar ágeng og gagnrýnir samfélagið fyrir og eftir hrunið. Kristján segist ekki vera að ritskoða sýninguna, hann sé einfaldlega í höfundaréttargæslu, það sé skylda hans sem útgefandi bókarinnar. Hann segir höfundarlögin skýr, þar segir: „Óheimilt er að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundarheiður hans eða höfundarsérkenni". Örlög verksins eru hinsvegar óljós. Nýlistasafnið tilkynnti Kristjáni formlega að verkið yrði tekið niður. Aftur á móti sagði Hannes Lárusson, annar af þremur sýningastjórum sýningarinnar, í viðtali við Fréttablaðið í dag, að ef verkið yrði fjarlægt myndi hann kæra það til lögreglunnar. Þegar Kristján er spurður hvernig forlagið muni bregðast við, verði verkið til sýnis annarsstaðar, svarar hann því til að hann treysti því að verkið verði ekki afhent sýningastjórum á ný. Hann bendir á að enginn sé titlaður fyrir verkinu og því sé það á ábyrgð Nýlistasafnsins. Hann spyr svo að lokum: „Og hverslags tjáningarfrelsi er það að þora ekki að segja eitthvað undir nafni?“ Tengdar fréttir Saka Nýlistasafnið um árás á tjáningarfrelsið „Þetta er svartur dagur í sögu tjáningarfrelsis á Íslandi,“ segir Hannes Lárusson, myndlistarmaður og sýningarstjóri, um ákvörðun stjórnar Nýlistasafnsins um að fjarlægja eitt verkanna af sýningunni Koddu. Tugir listamanna taka þátt í sýningunni sem var opnuð í Nýlistasafninu og Alliance-húsinu á Grandagarði um síðustu helgi. 21. apríl 2011 06:30 Nýlistasafnið hefur lokað hluta af umdeildu listasýningunni Koddu Nýlistasafnið hefur lokað hluta af listasýningunni Koddu samkvæmt Ásmundi Ásmundssyni, sem er einn af þremur sýningastjórum sýningarinnar ásamt Hannesi Lárussyni og Tinnu Grétarsdóttur. 20. apríl 2011 21:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
„Málinu er lokið af okkar hálfu,“ segir Kristján B. Jónasson, forsvarsmaður bókaútgáfunnar Crymogeu, sem gaf út bókina Flora Islandica með myndskreytingum Eggerts Péturssonar listmálara. Kristján kvartaði til Nýlistasafnsins vegna listaverksins Fallegasta bók í heimi á listasýningunni Koddu. Bókin var afskræmd með mat, súkkulaði, majonesi, malakoff og þessháttar. Bókin er hluti af stærri innsetningu sýningarinnar. Kristján sendi því Nýlistasafninu formlega kvörtun vegna málsins sem Nýlistasafnið tók mið af og hefur lofað útgefandanum að taka verkið út af sýningunni. Ásmundur Ásmundsson, einn af forsvarsmönnum sýningarinnar sagði í viðtali við Vísi í gærkvöldi að um væri að ræða alvarlega atlögu að tjáningarfrelsinu. Þessu er Kristján ekki sammála. „Sýningarstjórar sem eru að gagnrýna góðærið geta líka getað spurt sig að því hvað bók sem gefin er út síðla árs 2008 og var ekki studd af neinum erlendum velgjörðarmönnum, bönkum né opinberum stofnunum, og hefur ekki einu sinni verið keypt af einum einasta banka, hefur eiginlega að gera inn í þetta pastasósubað?“ segir Kristján og spyr hvernig þessi bók tengist hruninu. Sýningin er afar ágeng og gagnrýnir samfélagið fyrir og eftir hrunið. Kristján segist ekki vera að ritskoða sýninguna, hann sé einfaldlega í höfundaréttargæslu, það sé skylda hans sem útgefandi bókarinnar. Hann segir höfundarlögin skýr, þar segir: „Óheimilt er að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundarheiður hans eða höfundarsérkenni". Örlög verksins eru hinsvegar óljós. Nýlistasafnið tilkynnti Kristjáni formlega að verkið yrði tekið niður. Aftur á móti sagði Hannes Lárusson, annar af þremur sýningastjórum sýningarinnar, í viðtali við Fréttablaðið í dag, að ef verkið yrði fjarlægt myndi hann kæra það til lögreglunnar. Þegar Kristján er spurður hvernig forlagið muni bregðast við, verði verkið til sýnis annarsstaðar, svarar hann því til að hann treysti því að verkið verði ekki afhent sýningastjórum á ný. Hann bendir á að enginn sé titlaður fyrir verkinu og því sé það á ábyrgð Nýlistasafnsins. Hann spyr svo að lokum: „Og hverslags tjáningarfrelsi er það að þora ekki að segja eitthvað undir nafni?“
Tengdar fréttir Saka Nýlistasafnið um árás á tjáningarfrelsið „Þetta er svartur dagur í sögu tjáningarfrelsis á Íslandi,“ segir Hannes Lárusson, myndlistarmaður og sýningarstjóri, um ákvörðun stjórnar Nýlistasafnsins um að fjarlægja eitt verkanna af sýningunni Koddu. Tugir listamanna taka þátt í sýningunni sem var opnuð í Nýlistasafninu og Alliance-húsinu á Grandagarði um síðustu helgi. 21. apríl 2011 06:30 Nýlistasafnið hefur lokað hluta af umdeildu listasýningunni Koddu Nýlistasafnið hefur lokað hluta af listasýningunni Koddu samkvæmt Ásmundi Ásmundssyni, sem er einn af þremur sýningastjórum sýningarinnar ásamt Hannesi Lárussyni og Tinnu Grétarsdóttur. 20. apríl 2011 21:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Saka Nýlistasafnið um árás á tjáningarfrelsið „Þetta er svartur dagur í sögu tjáningarfrelsis á Íslandi,“ segir Hannes Lárusson, myndlistarmaður og sýningarstjóri, um ákvörðun stjórnar Nýlistasafnsins um að fjarlægja eitt verkanna af sýningunni Koddu. Tugir listamanna taka þátt í sýningunni sem var opnuð í Nýlistasafninu og Alliance-húsinu á Grandagarði um síðustu helgi. 21. apríl 2011 06:30
Nýlistasafnið hefur lokað hluta af umdeildu listasýningunni Koddu Nýlistasafnið hefur lokað hluta af listasýningunni Koddu samkvæmt Ásmundi Ásmundssyni, sem er einn af þremur sýningastjórum sýningarinnar ásamt Hannesi Lárussyni og Tinnu Grétarsdóttur. 20. apríl 2011 21:53