Sport

Real Madrid rútan ók yfir Konungsbikarinn - Ramos sökudólgurinn

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Leikmenn Real Madrid fögnuðu sigrinum í Konungsbikarnum í gær með hefðbundnum hætti enda löng bið liðsins eftir titli á enda. Mikil sigurhátíð var í Madrid í gær þar sem leikmenn liðsins óku um borgina og lyftu Konungsbikarnum á loft í opnum strætisvagni. Það gekk mikið á þeim fögnuðu og eitthvað fór úrskeiðis þegar bikarinn féll af þaki rútunnar niður á götuna – og rútan ók yfir Konungsbikarinn og það er ljóst að bikarinn var ekki eins glæsilegur eftir þá meðferð.

Talið er að Sergio Ramos hafi misst bikarinn niður á götuna.

Cristiano Ronaldo tryggði liðinu 1-0 sigur gegn Barcelona í úrslitaleiknum en markið skoraði Ronaldo í fyrri hálfleik framlengingar.

Konungsbikarinn fór ekki á loft þegar liðið fagnaði með stuðningsmönnum sínum á Plaza de Cibeles í Madrid en talið er að 60.000 manns hafi safnast saman til að fagna sigrinum á Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×