Massa: Mikilvægt að taka framfaraskref 5. maí 2011 15:23 Felipe Massa á fréttamannafundi á Istanbúl brautinni í dag. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Felipe Massa vonar að nýir fram og afturvængir sem Ferrari er mætt með á Formúlu 1 mótssvæðið í Tyrklandi muni bæta gengi liðsins, en Ferrari hefur ekki unnið mót á þessu ári. Mótið í Tyrklandi er það fjórða á keppnistímabilinu og er keppt á Istabúl Park brautinni, en Massa hefur þrívegis unnið mótið. Keppt hefur verið á brautinni í sex skipti. „Ég vona að við tökum áhugvert skref. Við höfum náð góðum árangri í mótum miðað við útkomuna í tímatökum, þannig að ég vona að við getum tekið skref til að keppa við Red Bull, sem er mjög öflugt. Það eru allir að reyna bæta bílinn", sagði Massa í frétt á autosport.com í dag. „Það er alltaf erfitt að segja til um hvernig nýir hlutir nýtast. Það er alltaf erfitt að segja til um hvernig þetta verður. Við höfum hugmynd um hvernig nýir hlutir virka, en vitum ekki hvað önnur lið eru að gera. Ég vona að við tökum stærra framfaraskref en aðrir." Massa vann mótið í Tyrklandi þrjú ár í röð, frá 2006-2008 með Ferrari. „Ég átti góð ár á frábærum bílum, að berjast og sigra frá upphafi. En við áttum erfitt 2009. Það er líka ljóst að við gefumst aldrei upp, en munurinn er talsverður og við verðum að hafa báðar fætur á jörðinni og vinna að því að bæta bílinn og gera betur í tímatökum." „Í sjálfum kappakstursmótum höfum við verið samkeppnisfærari í samanburði við tímatökuna og ef við skoðum hve mörg stig Sebastian og lið hans er með, þá er mikilvæg fyrir okkur að taka framfaraskref og vera nærri báráttunni", sagði Massa. Formúla Íþróttir Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Felipe Massa vonar að nýir fram og afturvængir sem Ferrari er mætt með á Formúlu 1 mótssvæðið í Tyrklandi muni bæta gengi liðsins, en Ferrari hefur ekki unnið mót á þessu ári. Mótið í Tyrklandi er það fjórða á keppnistímabilinu og er keppt á Istabúl Park brautinni, en Massa hefur þrívegis unnið mótið. Keppt hefur verið á brautinni í sex skipti. „Ég vona að við tökum áhugvert skref. Við höfum náð góðum árangri í mótum miðað við útkomuna í tímatökum, þannig að ég vona að við getum tekið skref til að keppa við Red Bull, sem er mjög öflugt. Það eru allir að reyna bæta bílinn", sagði Massa í frétt á autosport.com í dag. „Það er alltaf erfitt að segja til um hvernig nýir hlutir nýtast. Það er alltaf erfitt að segja til um hvernig þetta verður. Við höfum hugmynd um hvernig nýir hlutir virka, en vitum ekki hvað önnur lið eru að gera. Ég vona að við tökum stærra framfaraskref en aðrir." Massa vann mótið í Tyrklandi þrjú ár í röð, frá 2006-2008 með Ferrari. „Ég átti góð ár á frábærum bílum, að berjast og sigra frá upphafi. En við áttum erfitt 2009. Það er líka ljóst að við gefumst aldrei upp, en munurinn er talsverður og við verðum að hafa báðar fætur á jörðinni og vinna að því að bæta bílinn og gera betur í tímatökum." „Í sjálfum kappakstursmótum höfum við verið samkeppnisfærari í samanburði við tímatökuna og ef við skoðum hve mörg stig Sebastian og lið hans er með, þá er mikilvæg fyrir okkur að taka framfaraskref og vera nærri báráttunni", sagði Massa.
Formúla Íþróttir Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira