Erlent

Nei takk

Óli Tynes skrifar
Sarah Palin og Donald Trump.
Sarah Palin og Donald Trump.
Bandarískir kjósendur virðast hafa frekar lítinn áhuga á hugsanlegum frambjóðendum republikana fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Eitt eru þeir þó sammála um; þeir kæra sig hvorki um Söru Palin né Donald Trump. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum myndu 58 prósent kjósenda ALDREI greiða þeim atkvæði.

 

Hvorugt

þeirra hefur raunar tilkynnt um framboð, en bæði hafa verið að kanna hvernig þeim yrði tekið ef til kæmi. Þeir hugsanlegu frambjóðendur sem fá mest fylgi eru Mitt Romney og Mike Huckabee en fylgi við þá er aðeins 15 og 13 prósent.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×