Erlent

Bretar halda þjóðaratkvæðagreiðslu í dag

Bretar ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu í dag og kjósa um umbætur á kosningakerfi landsins. Umbæturnar eru málamiðlun milli einmenningskjördæmakerfisins sem ríkt hefur og hlutfallskosninga.

Samkvæmt fréttum í breskum fjölmiðlum sýna skoðanakannanir að þessar umbætur verði felldar í atkvæðagreiðslunni.

Umbæturnar eru hluti af stjórnarsáttmála Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins en ekki er eining um þær. David Cameron formaður Íhaldsflokksins vill óbreytt kerfi en Nick Clegg formaður Frjálslyndra vill kollvarpa því og taka alfarið upp hlutfallskosningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×