Erlent

Starfsmenn komast inn í kjarnorkuverið í Fukushima

Í fyrsta sinn síðan jarðskjálftinn reið yfir Japan í mars síðastliðnum hefur starfsmönnum kjarnorkuversins í Fukushima tekist að komast inn í eyðilagðar byggingar versins.

Starfsmennirnir fara þarna inn í smáhópum í 10 mínútur í senn en þeir eru nú að setja upp loftræstikerfi í einum kjarnakljúfanna til að soga burt geislavirkt ryk og agnir. Ná þarf geislavirkninni niður áður en hægt er að ræsa kæliferfi kjarnkljúfsins.

Áður hafði vélmenni mælt að geislavirknin á sumum stöðum í kjarnorkuverinu  hefði minnkað það mikið að óhætt var að hleypa starfsmönnunum inn í það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×