Erlent

Dönsk herþyrla notuð til einkaleitar

Danski flugherinn notaði eina af þyrlum sínum í einkaleit að manni sem saknað var.

Þyrlan var í loftinu yfir Kaupmannahöfn í fleiri tíma áður en lögreglunni var tilkynnt um að mannsins væri saknað í gærdag en hann þjáist af Alzheimar.

Í frétt í Ekstra Bladet segir að yfirstjórn flughersins hafi viðurkennt þyrluflugið en venjulega eru þyrlur ekki kallaðar út til leitar í tilfellum sem þessum fyrr en 24 tímum eftir að tilkynnt er um að einhvers sé saknað..

Skýringin á þessu er sú að maðurinn sem saknað var er faðir eins af yfirmönnum flughersins. Lögreglan fann svo manninn seint í gærkvöldi heilan á húfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×