Viðskipti erlent

Þjóðverjar að eignast kauphöllina í New York

Fyrsta þröskuldinum fyrir eignarhaldi Þjóðverja á kauphöllinni í New York (NYSE) hefur verið rutt úr veginum. Hluthafar í NYSE Euronext hafa samþykkt að selja meirihlutaeign í kauphöllinni til Deutsche Börse sem hefur höfuðstöðvar í fjármálahverfi Frankfurt í Þýskalandi.

Í frétt um málið á business.dk segir að næsta skref verði að fá samþykki eigenda Deutsche Börse fyrir kaupunum en þeir munu greiða atkvæði um málið þann 13. júlí n.k.

NYSE er stærsta kauphöll heimsins og talið er að meirihlutaeignin muni kosta Deutsche Börse um 10 milljarða dollara eða um 1160 milljörðum króna. Reiknað er með að Duncan Niederauer einn af framkvæmdastjóri NYSE verði næsti forstjóri kauphallarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×