Fótbolti

Dönsku Íslendingaliðin komin í 4. umferð forkeppni Meistaradeildar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sölvi Geir skorar markið mikilvæga gegn Rosenborg í fyrra sem tryggði Kaupmannahöfn sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.
Sölvi Geir skorar markið mikilvæga gegn Rosenborg í fyrra sem tryggði Kaupmannahöfn sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Nordic Photos/AFP
Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson voru í liði FC Kaupmannahafnar sem sló út Shamrock Rovers frá Írlandi í 3. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Rúrik Gíslason og félagar í OB Óðinsvéum eru einnig komnir áfram eftir sigur á Panathinaikos.

Sölvi Geir og Ragnar Sigurðsson spiluðu allan leikinn í 2-0 útisigri á írska liðinu. Danska liðið vann fyrri leikinn 1-0 og fer því áfram í 4. umferð keppninnar.

OB Óðinsvé, félag Rúriks Gíslasonar, komst einnig í 4.umferð með 4-3 útisigri á Panathinaikos frá Grikklandi. Fyrri viðureigninni í Danmörku lauk með jafntefli 1-1.Rúrik gat ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×