Ég er langelstur og finn dálítið fyrir því núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2011 07:00 Bjarni Guðjónsson. Mynd/Vilhelm Bjarni Guðjónsson harkaði af sér nárameiðsli og leiddi sína menn til 4-1 sigurs á föður sínum Guðjóni Þórðarsyni og lærisveinum hans í BÍ/Bolungarvík í undanúrslitaleik Valitor-bikarsins á Ísafirði á sunndaginn. KR-ingar voru að komast í bikarúrslitaleikinn annað árið í röð og í þriðja sinn síðan Bjarni kom í KR sumarið 2008. „Þetta var rosalega erfitt. Tölurnar sýna meira sannfærandi sigur en leikurinn spilaðist í heild sinni,“ sagði Bjarni og bætti við: „Þeir voru rosalega þéttir og vel skipulagðir og gáfu nánast engin færi á sér. Þeir leyfðu okkur að hafa boltann úti á vellinum en það er rosalega erfitt ef þú ætlar að spila svoleiðis og elta hitt liðið í 90 mínútur. Við finnum það bara þegar við erum að spila í Evrópukeppninni að það er vonlaust að ætla að liggja í vörn í 90 mínútur,“ sagði Bjarni. Baldur Sigurðsson kom KR tvisvar yfir í leiknum en Gunnar Már Elíasson, fyrirliði BÍ/Bolungarvíkur, jafnaði leikinn með algjöru draumamarki í lok fyrri hálfleiksins. „Mörkin hans Baldurs voru mikilvæg og þá sérstaklega seinna markið. Þetta var orðið mjög erfitt og við vorum ekki að finna leiðir í gegnum þetta hjá þeim. Annað markið var því rosalega mikilvægt,“ sagði Bjarni, sem átti stóran þátt í báðum mörkum Baldurs. Seinna mark Baldurs kom á 80. mínútu og eftir það bættu þeir Grétar Sigfinnur Sigurðarson og Gunnar Örn Jónsson við mörkum. Bjarni gat ekki spilað Evrópuleikinn á móti Tbilisi í vikunni á undan og var tæpur fyrir leikinn fyrir vestan. „Ég fékk í nárann í upphitunni og var ekki alveg nógu góður. Ég var ekki að láta neitt vita af því og þetta er ekki neitt sem kemur til með að hamla mér á sunnudaginn. Ég vissi að ég væri í fríi í Evrópuleiknum á fimmtudaginn þannig að ég ákvað bara að keyra á þetta,“ sagði Bjarni, sem fær líka hvíld því hann fer ekki með KR-liðinu til Georgíu. „Það kemur sér mjög vel að fá smá pásu. Ég er langelstur í liðinu og ég er farinn að finna dálitið fyrir því núna eftir þessa törn sem hefur verið hjá okkur. Rúnar ákvað það að við yrðum eftir eins og það að hann ákvað það að ég spilaði ekki fyrri leikinn. Hann stjórnar þessu mjög vel, við virðum allir hans ákvarðanir og hann hefur tekið mjög góðar ákvarðanir í allt sumar,“ sagði Bjarni að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Sjá meira
Bjarni Guðjónsson harkaði af sér nárameiðsli og leiddi sína menn til 4-1 sigurs á föður sínum Guðjóni Þórðarsyni og lærisveinum hans í BÍ/Bolungarvík í undanúrslitaleik Valitor-bikarsins á Ísafirði á sunndaginn. KR-ingar voru að komast í bikarúrslitaleikinn annað árið í röð og í þriðja sinn síðan Bjarni kom í KR sumarið 2008. „Þetta var rosalega erfitt. Tölurnar sýna meira sannfærandi sigur en leikurinn spilaðist í heild sinni,“ sagði Bjarni og bætti við: „Þeir voru rosalega þéttir og vel skipulagðir og gáfu nánast engin færi á sér. Þeir leyfðu okkur að hafa boltann úti á vellinum en það er rosalega erfitt ef þú ætlar að spila svoleiðis og elta hitt liðið í 90 mínútur. Við finnum það bara þegar við erum að spila í Evrópukeppninni að það er vonlaust að ætla að liggja í vörn í 90 mínútur,“ sagði Bjarni. Baldur Sigurðsson kom KR tvisvar yfir í leiknum en Gunnar Már Elíasson, fyrirliði BÍ/Bolungarvíkur, jafnaði leikinn með algjöru draumamarki í lok fyrri hálfleiksins. „Mörkin hans Baldurs voru mikilvæg og þá sérstaklega seinna markið. Þetta var orðið mjög erfitt og við vorum ekki að finna leiðir í gegnum þetta hjá þeim. Annað markið var því rosalega mikilvægt,“ sagði Bjarni, sem átti stóran þátt í báðum mörkum Baldurs. Seinna mark Baldurs kom á 80. mínútu og eftir það bættu þeir Grétar Sigfinnur Sigurðarson og Gunnar Örn Jónsson við mörkum. Bjarni gat ekki spilað Evrópuleikinn á móti Tbilisi í vikunni á undan og var tæpur fyrir leikinn fyrir vestan. „Ég fékk í nárann í upphitunni og var ekki alveg nógu góður. Ég var ekki að láta neitt vita af því og þetta er ekki neitt sem kemur til með að hamla mér á sunnudaginn. Ég vissi að ég væri í fríi í Evrópuleiknum á fimmtudaginn þannig að ég ákvað bara að keyra á þetta,“ sagði Bjarni, sem fær líka hvíld því hann fer ekki með KR-liðinu til Georgíu. „Það kemur sér mjög vel að fá smá pásu. Ég er langelstur í liðinu og ég er farinn að finna dálitið fyrir því núna eftir þessa törn sem hefur verið hjá okkur. Rúnar ákvað það að við yrðum eftir eins og það að hann ákvað það að ég spilaði ekki fyrri leikinn. Hann stjórnar þessu mjög vel, við virðum allir hans ákvarðanir og hann hefur tekið mjög góðar ákvarðanir í allt sumar,“ sagði Bjarni að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Sjá meira