Frá Sachsenhausen og STASI til ESB Margrét S. Björnsdóttir skrifar 2. ágúst 2011 06:00 Fjöldamorðin í Noregi sýna okkur hvert sjúklegar hugmyndir um yfirburði tiltekinnar trúar, þjóðar eða kynþáttar geta leitt. Á 20. öldinni voru milljónir Evrópubúa drepnir eða ofsóttir í nafni slíkra hugmynda. Berlín er áhrifamikil áminning um þá atburði. Þeir sem heimsækja söfn hennar um fortíðina (s.s. Sachsenhausen, STASI-safnið, leifar Berlínarmúrsins) verða ekki ósnortnir. Árið 1936 voru reistar fyrstu útrýmingar- og þrælkunarbúðir nasista, Sachsenhausen í aðeins 35 km fjarlægð. Þaðan var útrýmingarbúðum nasista í öðrum Evrópulöndum stjórnað af þýskri skipulagshæfni. Árið 1945 tók sovéska og seinna austur-þýska leynilögreglan Sachsenhausen-búðirnar yfir og hýstu þar 60 þúsund pólitíska fanga og stríðsfanga. 20 þúsund þeirra létu þar lífið. Í miðborg A-Berlínar stóð hið alræmda innanríkisöryggisráðuneyti A-Þýskalands, STASI. Þaðan njósnuðu 91 þúsund A-Þjóðverjar, þegar mest var, um samborgara sína, auk 150 þúsund sjálfboðaliða sem njósnuðu um vinnufélaga, vini og nágranna. Og Berlínarmúrinn lokaði af fyrir 50 árum það sem nefnt var fjölmennustu fangabúðir sögunnar. Evrópska stál- og kolabandalagið, undanfari Evrópusambandsins, var stofnað 1952 um þær tvær atvinnugreinar til þess að það „að heyja stríð yrði ekki aðeins óhugsandi heldur efnislega ómögulegt“ (Robert Schumann 1950). Í dag er Evrópa friðsamlegri og blómlegri en nokkru sinni, þrátt fyrir erfiðleika. Þjóðir ESB eru helstu viðskiptalönd Íslands og í norður og þar liggja rætur menningar okkar. Með inngöngu í ESB leggur Ísland sitt af mörkum til þess að friður vari í Evrópu og ég fagna því hversu vel utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson heldur á samningaferlinu. Þegar Berlínarmúrinn féll sóttu A-Evrópuríkin hvert af öðru um inngöngu í Evrópusambandið. Ísland á að styðja að þær þjóðir A-Evrópu sem enn eru utan ESB fái inngöngu eða tengist því nánum böndum. Þannig njóti þær sömu lýðræðis-, mannréttinda- og efnahagsþróunar og aðrar Evrópuþjóðir. STASI, Sachsenhausen, Berlínarmúr eða viðlíka brot gegn mannhelgi og frelsi af hálfu heilla þjóðríkja geta heyrt sögunni til í Evrópu. Þeir sem halda að það sé sjálfgefið, sagan muni ekki endurtaka sig á okkar menningarsvæði, líti til átaka og fjöldamorða í löndum Júgóslavíu fyrir aðeins 15 árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Fjöldamorðin í Noregi sýna okkur hvert sjúklegar hugmyndir um yfirburði tiltekinnar trúar, þjóðar eða kynþáttar geta leitt. Á 20. öldinni voru milljónir Evrópubúa drepnir eða ofsóttir í nafni slíkra hugmynda. Berlín er áhrifamikil áminning um þá atburði. Þeir sem heimsækja söfn hennar um fortíðina (s.s. Sachsenhausen, STASI-safnið, leifar Berlínarmúrsins) verða ekki ósnortnir. Árið 1936 voru reistar fyrstu útrýmingar- og þrælkunarbúðir nasista, Sachsenhausen í aðeins 35 km fjarlægð. Þaðan var útrýmingarbúðum nasista í öðrum Evrópulöndum stjórnað af þýskri skipulagshæfni. Árið 1945 tók sovéska og seinna austur-þýska leynilögreglan Sachsenhausen-búðirnar yfir og hýstu þar 60 þúsund pólitíska fanga og stríðsfanga. 20 þúsund þeirra létu þar lífið. Í miðborg A-Berlínar stóð hið alræmda innanríkisöryggisráðuneyti A-Þýskalands, STASI. Þaðan njósnuðu 91 þúsund A-Þjóðverjar, þegar mest var, um samborgara sína, auk 150 þúsund sjálfboðaliða sem njósnuðu um vinnufélaga, vini og nágranna. Og Berlínarmúrinn lokaði af fyrir 50 árum það sem nefnt var fjölmennustu fangabúðir sögunnar. Evrópska stál- og kolabandalagið, undanfari Evrópusambandsins, var stofnað 1952 um þær tvær atvinnugreinar til þess að það „að heyja stríð yrði ekki aðeins óhugsandi heldur efnislega ómögulegt“ (Robert Schumann 1950). Í dag er Evrópa friðsamlegri og blómlegri en nokkru sinni, þrátt fyrir erfiðleika. Þjóðir ESB eru helstu viðskiptalönd Íslands og í norður og þar liggja rætur menningar okkar. Með inngöngu í ESB leggur Ísland sitt af mörkum til þess að friður vari í Evrópu og ég fagna því hversu vel utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson heldur á samningaferlinu. Þegar Berlínarmúrinn féll sóttu A-Evrópuríkin hvert af öðru um inngöngu í Evrópusambandið. Ísland á að styðja að þær þjóðir A-Evrópu sem enn eru utan ESB fái inngöngu eða tengist því nánum böndum. Þannig njóti þær sömu lýðræðis-, mannréttinda- og efnahagsþróunar og aðrar Evrópuþjóðir. STASI, Sachsenhausen, Berlínarmúr eða viðlíka brot gegn mannhelgi og frelsi af hálfu heilla þjóðríkja geta heyrt sögunni til í Evrópu. Þeir sem halda að það sé sjálfgefið, sagan muni ekki endurtaka sig á okkar menningarsvæði, líti til átaka og fjöldamorða í löndum Júgóslavíu fyrir aðeins 15 árum.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun