Erlent

Hjónum rænt í Pakistan

Frá Pakistan
Frá Pakistan Mynd úr safni
Svissneskum hjónum var rænt í borginni Balochistan í suðvestur Pakistan  á föstudag, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Embættismenn í svissneska utanríkisráðuneytinu segja að embættismenn í Pakistan hafi látið sendiráðunauta í Sviss vita af mannráninu.

Hjónin voru á ferð í bíl þegar þau voru stöðvuð af vopnuðum mönnum í Balochistan.

Stjórnvöld í Pakistan, sem af tímaritinu The Economist var kallaður hættulegasti staður á jörðinni, hafa nú sent sérstakt björgunarteymi af stað til að bjarga hjónunum og hafa óskað eftir hjálp frá ættbálkahöfðingjum á svæðinu, sem er talinn griðastaður vígahópa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×