Erlent

Facebook-síða stofnandans „hökkuð“

Tölvuþrjótur náði að brjótast inn á Facebook-síðu Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, í gærkvöldi. Þar birti hann „status" þar sem hann spurði afhverju ætti ekki að breyta Facebook í félagslegt viðskiptanet. Tölvuþrjóturinn hefur ekki fundist.

Tölvuþrjóturinn spurði að því, að ef Facebook vantaði fjármagn, afhverju ætti ekki að leyfa notendum að fjárfesta í tengslanetinu á félagslegan hátt í stað þess að leita til banka. Hann vísaði tengslanet Muhammed Yunus, sem fékk meðal annars friðarverðlaun Nóbels. „Hvað finnst ykkur um það?" spurði „Zuckerberg."

Muhammad Yunus vann friðarverðlaun Nóbels þegar hann stofnaði banka sem veitti smálán til fólks sem hafði engin veð til að stofna fyrirtæki.

Aðdáendasíða Zuckerbergs var færð yfir á annað svæði til að koma í veg fyrir að „hakkararnir" kæmust aftur inn á síðuna. Næstum því tvö þúsund manns höfðu kommentað á statusinn hans áður en hann var tekinn burt.

Fjölmiðlar hafa reynt að komast að því í dag hvað olli því að síðan var „hökkuð.“ Öryggissérfræðingur segir að líklegt að einhver af þeim fjölmörgu starfsfólki Facebook hafi haft aðgang að síðunni hjá Zuckerberg og tölvuþrjóturinn hafi komist inn á aðganginn hans og þar með getað breytt statusnum hjá stofnandum.

Þrátt fyrir að fjölmiðlar hafi reynt að komast til botns í málinu hefur það ekki tekist; Hakkarinn er ófundinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×