Seldu dýrt og fengu ný bréf síðar 25. nóvember 2011 07:00 Finnur Árnason, forstjóri Haga, og Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, sem fengu nýverið 0,8% hlut í félaginu án endurgjalds, seldu hluti sem þeir áttu í því á árunum 2008 og 2009 fyrir hundruð milljóna króna. Kaupandinn að bréfunum sem þeir áttu áður voru Hagar sjálfir. Þetta kemur fram í árs- og árshlutareikningum Haga. Selt fyrir milljarðJóhanna WaagfjörðHagar keyptu 3,74% hlut í sjálfum sér í þremur atrennum á árunum 2008 og 2009. Seljendurnir voru þrír lykilstarfsmenn: Finnur Árnason, forstjóri Haga, Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss og Jóhanna Waagfjörð, þáverandi fjármálastjóri Haga. Fyrst voru keypt bréf af starfsmönnunum þremur 6. júlí og 6. september 2008. Samtals greiddu Hagar starfsmönnunum þremur 712,7 milljónir króna fyrir hlutina. Miðað við það var viðskiptagengið 25,01 króna á hlut. Í október 2009 keyptu Hagar síðan 1,4% hlut af starfsmönnunum þremur. Fyrir hann greiddi félagið 315 milljónir króna. Viðskiptagengið var 18,53 krónur á hlut. Alls greiddu Hagar því 1.027,7 milljónir króna fyrir samanlagt 3,74% hlut í sjálfu sér. Hinn 19. október 2009, í sama mánuði og seinni kaupin áttu sér stað, leysti Arion banki til sín 95,7% hlut í Högum vegna skulda fyrri eigenda hans. Önnur útistandandi bréf voru annars vegar þau sem Hagar áttu sjálfir eftir að hafa keypt af eigendunum og 0,5% hlutir sem enn eru í eigu Finns, Jóhönnu og Guðmundar, samkvæmt upplýsingum frá Arion banka. Vert er að taka fram að samkomulag lá fyrir milli Haga og starfsmannanna þriggja um kaup á umræddum hlutabréfum áður en Arion banki leysti félagið til sín. Arion gefur hlutafé og peningaGuðmundur MarteinssonÍ febrúar 2010 var gert samkomulag við Jóhannes Jónsson, þáverandi stjórnarformann Haga, og helstu stjórnendur félagsins um forkaupsrétt á 15% hlut í því til að tryggja áframhaldandi starfskrafta þeirra á næstu árum. Í ágúst sama ár var síðan gert annað samkomulag við Jóhannes um að hann hyrfi frá félaginu. Eftir stóð samkomulag sem tryggði fimm lykilstjórnendum Haga forkaupsrétt að 5% hlut með afslætti. Auk þess var skaðleysisákvæði í samkomulaginu sem tiltók að Arion banki myndi greiða skatta þeirra vegna kaupanna. Í tengslum við ákvörðun um sölu á 20-30% hlut í Högum í gegnum Kauphöll í nóvember 2011 var samið upp á nýtt við lykilstjórnendurna fimm. Nú var ákveðið að tveir þeirra, Finnur Árnason og Guðmundur Marteinsson, myndu fá 0,4% hlut hvor án endurgjalds og þeir Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, Kjartan Már Friðriksson, framkvæmdastjóri Banana, og Lárus Óskarsson, framkvæmdastjóri Aðfanga, 0,2% hlut hver. Samtals fengu stjórnendurnir fimm því 1,4% hlut í Högum frá Arion banka, miðað við gengið 10. Virði þessa hlutar, miðað við það gengi, er 170 milljónir króna. Hefur þegar hækkaðÚtboðsgengi á hlutum í Högum þegar þeir verða seldir fagfjárfestum og almenningi í byrjun desember er 11-13,5. Samkvæmt því verðbili er virði hlutar stjórnendanna fimm strax orðið 187-229,5 milljónir króna. Auk þess fengu þeir peningagreiðslu upp á 170 milljónir króna til að standa skil af skattgreiðslum vegna samkomulagsins. Alls samdi því Eignabjarg, dótturfélag Arion banka, við stjórnendurna fimm um 340 milljónir króna. Samkvæmt síðasta birta árshlutareikningi Haga, bindur samkomulagið þá til að starfa áfram hjá Högum fram til 31. júlí 2012. Jóhanna Waagfjörð hætti sem fjármálastjóri Haga í mars 2010. Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Finnur Árnason, forstjóri Haga, og Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, sem fengu nýverið 0,8% hlut í félaginu án endurgjalds, seldu hluti sem þeir áttu í því á árunum 2008 og 2009 fyrir hundruð milljóna króna. Kaupandinn að bréfunum sem þeir áttu áður voru Hagar sjálfir. Þetta kemur fram í árs- og árshlutareikningum Haga. Selt fyrir milljarðJóhanna WaagfjörðHagar keyptu 3,74% hlut í sjálfum sér í þremur atrennum á árunum 2008 og 2009. Seljendurnir voru þrír lykilstarfsmenn: Finnur Árnason, forstjóri Haga, Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss og Jóhanna Waagfjörð, þáverandi fjármálastjóri Haga. Fyrst voru keypt bréf af starfsmönnunum þremur 6. júlí og 6. september 2008. Samtals greiddu Hagar starfsmönnunum þremur 712,7 milljónir króna fyrir hlutina. Miðað við það var viðskiptagengið 25,01 króna á hlut. Í október 2009 keyptu Hagar síðan 1,4% hlut af starfsmönnunum þremur. Fyrir hann greiddi félagið 315 milljónir króna. Viðskiptagengið var 18,53 krónur á hlut. Alls greiddu Hagar því 1.027,7 milljónir króna fyrir samanlagt 3,74% hlut í sjálfu sér. Hinn 19. október 2009, í sama mánuði og seinni kaupin áttu sér stað, leysti Arion banki til sín 95,7% hlut í Högum vegna skulda fyrri eigenda hans. Önnur útistandandi bréf voru annars vegar þau sem Hagar áttu sjálfir eftir að hafa keypt af eigendunum og 0,5% hlutir sem enn eru í eigu Finns, Jóhönnu og Guðmundar, samkvæmt upplýsingum frá Arion banka. Vert er að taka fram að samkomulag lá fyrir milli Haga og starfsmannanna þriggja um kaup á umræddum hlutabréfum áður en Arion banki leysti félagið til sín. Arion gefur hlutafé og peningaGuðmundur MarteinssonÍ febrúar 2010 var gert samkomulag við Jóhannes Jónsson, þáverandi stjórnarformann Haga, og helstu stjórnendur félagsins um forkaupsrétt á 15% hlut í því til að tryggja áframhaldandi starfskrafta þeirra á næstu árum. Í ágúst sama ár var síðan gert annað samkomulag við Jóhannes um að hann hyrfi frá félaginu. Eftir stóð samkomulag sem tryggði fimm lykilstjórnendum Haga forkaupsrétt að 5% hlut með afslætti. Auk þess var skaðleysisákvæði í samkomulaginu sem tiltók að Arion banki myndi greiða skatta þeirra vegna kaupanna. Í tengslum við ákvörðun um sölu á 20-30% hlut í Högum í gegnum Kauphöll í nóvember 2011 var samið upp á nýtt við lykilstjórnendurna fimm. Nú var ákveðið að tveir þeirra, Finnur Árnason og Guðmundur Marteinsson, myndu fá 0,4% hlut hvor án endurgjalds og þeir Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, Kjartan Már Friðriksson, framkvæmdastjóri Banana, og Lárus Óskarsson, framkvæmdastjóri Aðfanga, 0,2% hlut hver. Samtals fengu stjórnendurnir fimm því 1,4% hlut í Högum frá Arion banka, miðað við gengið 10. Virði þessa hlutar, miðað við það gengi, er 170 milljónir króna. Hefur þegar hækkaðÚtboðsgengi á hlutum í Högum þegar þeir verða seldir fagfjárfestum og almenningi í byrjun desember er 11-13,5. Samkvæmt því verðbili er virði hlutar stjórnendanna fimm strax orðið 187-229,5 milljónir króna. Auk þess fengu þeir peningagreiðslu upp á 170 milljónir króna til að standa skil af skattgreiðslum vegna samkomulagsins. Alls samdi því Eignabjarg, dótturfélag Arion banka, við stjórnendurna fimm um 340 milljónir króna. Samkvæmt síðasta birta árshlutareikningi Haga, bindur samkomulagið þá til að starfa áfram hjá Högum fram til 31. júlí 2012. Jóhanna Waagfjörð hætti sem fjármálastjóri Haga í mars 2010.
Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira