Eigandi Rottweilertíkar boðaður til yfirheyrslu Erla Hlynsdóttir skrifar 4. maí 2011 16:10 Eigandi Rottweilertíkarinnar Chrystel hefur verið kallaður til yfirheyrslu hjá lögreglunnar á Akureyri á morgun vegna hvarfs tíkarinnar úr vörslu lögreglunnar á Selfossi. Mæti eigandinn ekki til yfirheyrslu getur lögregla gripið til þess að óska eftir því hjá dómara að eigandinn verði færður til yfirheyrslu, og þar með handtekinn. Ekki er þó búist við að til þess þurfi að koma. „Við erum að rannsaka hver nam hana á brott," segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Selfossi um hvarf tíkarinnar. Hún hafði verið vistuð á hundahóteli síðustu vikur, að kröfu lögreglu, á meðan ákvörðun yrðu tekin um framtíð hennar. Eins og fréttastofa hefur greint frá stóð til að tíkinni yrðu lógað eftir að hún beit konu. Eigandinn var því mótfallin og réði sér lögmann.Dómari hafnaði heimild til húsleitar Eftir að tíkin hvarf af hundahótelinu óskaði lögreglan á Selfossi óskaði eftir því að fá heimild til húsleitar hjá eiganda, sem var búsettur í umdæmi lögreglunnar á Selfossi en er nú fluttur til Akureyrar. Dómari vildi ekki veita slíka heimild þar sem ekki hefðu komið fram sannanir um að eigandinn hefði rænt hundinum af hundahótelinu. Þorgrímur Óli staðfestir hins vegar að farið hafi verið fram á húsleitarheimildina vegna þess að eigandinn sé grunaður um einmitt það. Hann vill þó ekki gefa upp hvaða vísbendingar lögreglan hefur í þá veru. Þá segir Þorgrímur að fyrir dómi í gær hafi lögmaður eigandans staðfest að tíkin væri nú á heimili eigandans á Akureyri. Vegna þess hefur lögreglan á Akureyri nú boðað hann til yfirheyrslu á morgun. Lögreglan á Selfossi íhugar nú næstu skref í rannsókninni. Til greina kemur að úrskurði héraðsdóms frá í gær, þar sem beiðni um húsleitarheimild var synjað, verði áfrýjað til Hæstaréttar. Þá er einnig möguleiki að lögreglan fari fram á það við dómara að eigandanum verði hreinlega gert að afhenda hundinn, nú þegar ljóst er að hundurinn er í hans vörslu.Hver ætlar að bera ábyrgð ef illa fer? „Við höfum áhyggjur af því að búið er að meta hundinn hættulegan, af fagfólki. Manni verður bara hugsað til þess ef börn eða fullorðnir verða á vegi hundsins. Hver ætlar að bera ábyrgð á því ef illa fer?" spyr Þorgrímur . Tengdar fréttir Rottweilertíkinni Chrystel rænt úr vörslu lögreglu Lögreglan á Selfossi rannsakar nú hvarf á rottweilertíkinni Chrystel sem var í haldi lögreglunnar eftir að hafa bitið konu í Hveragerði 4. mars síðastliðinn. Í tilkynningu frá lögreglu segir að tíkin hafi verið í haldi á viðurkenndu hundahóteli á Arnarstöðum í Flóa. "Þar átti tíkin að vera þar til fyrir lægi niðurstaða stjórnsýslukæru sem eigandi lagði fram. Af verksummerkjum að dæma er sterkur grunur um að tíkin hafi verið numin á brott,“ segir ennfremur. 3. maí 2011 15:54 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira
Eigandi Rottweilertíkarinnar Chrystel hefur verið kallaður til yfirheyrslu hjá lögreglunnar á Akureyri á morgun vegna hvarfs tíkarinnar úr vörslu lögreglunnar á Selfossi. Mæti eigandinn ekki til yfirheyrslu getur lögregla gripið til þess að óska eftir því hjá dómara að eigandinn verði færður til yfirheyrslu, og þar með handtekinn. Ekki er þó búist við að til þess þurfi að koma. „Við erum að rannsaka hver nam hana á brott," segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Selfossi um hvarf tíkarinnar. Hún hafði verið vistuð á hundahóteli síðustu vikur, að kröfu lögreglu, á meðan ákvörðun yrðu tekin um framtíð hennar. Eins og fréttastofa hefur greint frá stóð til að tíkinni yrðu lógað eftir að hún beit konu. Eigandinn var því mótfallin og réði sér lögmann.Dómari hafnaði heimild til húsleitar Eftir að tíkin hvarf af hundahótelinu óskaði lögreglan á Selfossi óskaði eftir því að fá heimild til húsleitar hjá eiganda, sem var búsettur í umdæmi lögreglunnar á Selfossi en er nú fluttur til Akureyrar. Dómari vildi ekki veita slíka heimild þar sem ekki hefðu komið fram sannanir um að eigandinn hefði rænt hundinum af hundahótelinu. Þorgrímur Óli staðfestir hins vegar að farið hafi verið fram á húsleitarheimildina vegna þess að eigandinn sé grunaður um einmitt það. Hann vill þó ekki gefa upp hvaða vísbendingar lögreglan hefur í þá veru. Þá segir Þorgrímur að fyrir dómi í gær hafi lögmaður eigandans staðfest að tíkin væri nú á heimili eigandans á Akureyri. Vegna þess hefur lögreglan á Akureyri nú boðað hann til yfirheyrslu á morgun. Lögreglan á Selfossi íhugar nú næstu skref í rannsókninni. Til greina kemur að úrskurði héraðsdóms frá í gær, þar sem beiðni um húsleitarheimild var synjað, verði áfrýjað til Hæstaréttar. Þá er einnig möguleiki að lögreglan fari fram á það við dómara að eigandanum verði hreinlega gert að afhenda hundinn, nú þegar ljóst er að hundurinn er í hans vörslu.Hver ætlar að bera ábyrgð ef illa fer? „Við höfum áhyggjur af því að búið er að meta hundinn hættulegan, af fagfólki. Manni verður bara hugsað til þess ef börn eða fullorðnir verða á vegi hundsins. Hver ætlar að bera ábyrgð á því ef illa fer?" spyr Þorgrímur .
Tengdar fréttir Rottweilertíkinni Chrystel rænt úr vörslu lögreglu Lögreglan á Selfossi rannsakar nú hvarf á rottweilertíkinni Chrystel sem var í haldi lögreglunnar eftir að hafa bitið konu í Hveragerði 4. mars síðastliðinn. Í tilkynningu frá lögreglu segir að tíkin hafi verið í haldi á viðurkenndu hundahóteli á Arnarstöðum í Flóa. "Þar átti tíkin að vera þar til fyrir lægi niðurstaða stjórnsýslukæru sem eigandi lagði fram. Af verksummerkjum að dæma er sterkur grunur um að tíkin hafi verið numin á brott,“ segir ennfremur. 3. maí 2011 15:54 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira
Rottweilertíkinni Chrystel rænt úr vörslu lögreglu Lögreglan á Selfossi rannsakar nú hvarf á rottweilertíkinni Chrystel sem var í haldi lögreglunnar eftir að hafa bitið konu í Hveragerði 4. mars síðastliðinn. Í tilkynningu frá lögreglu segir að tíkin hafi verið í haldi á viðurkenndu hundahóteli á Arnarstöðum í Flóa. "Þar átti tíkin að vera þar til fyrir lægi niðurstaða stjórnsýslukæru sem eigandi lagði fram. Af verksummerkjum að dæma er sterkur grunur um að tíkin hafi verið numin á brott,“ segir ennfremur. 3. maí 2011 15:54