Erlent

Pólitískar fangabúðir stækka ört í Norður Kóreu

Samtökin Amnesty International segja að ljósmyndir úr gervitunglum bendi til þess að fangabúðir fyrir pólitíska fanga í Norður-Kóreu fari ört stækkandi.

Í nýrri skýrslu samtakana segir að í þessum fangabúðum séu frumstæðustu mannréttindi ekki til staðar, fangar sæti pyntingum og líði hungur. Margir fanganna séu  svo soltnir að þeir leggi sér rottur til munns. Þá séu  fjöldaaftökur tíðar í þessum fangabúðum.

Samkvæmt frétt á BBC vilja samtökin að yfirvöld í Norður Kóreu viðurkenni tilvist þessara fangabúða en það hafa þau aldrei viljað gera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×