Gylfi Sigurðsson lék í 45 mínútur með Hoffenheim í 1-0 sigri liðsins gegn Frankfurt í dag í þýsku 1. deildinni. Gylfi kom inná sem varamaður í upphafi síðari hálfleiks en hann hefur aðeins fengið tækifæri í byrjunarliðinu hjá Hoffenheim í 6 leikjum það sem af er tímabilinu.
Alls hefur landsliðsmaðurinn skorað 7 mörk og þar af 2 úr vítaspyrnum. Roberto Firmino skoraði eina mark Hoffenheim á 78. mínútu aðeins fjórum mínútum eftir að hann kom inná sem varamaður.
Hoffenheim er um miðja deild með 40 stig eftir 30 leiki þegar fjórar umferðir eru eftir.
Gylfi lék í 45 mínútur í 1-0 sigri Hoffenheim
Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar

Mest lesið



West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan
Enski boltinn


Skagamenn upp í Bónus deild karla
Körfubolti

Amman fékk að hitta Steph Curry
Körfubolti



