Innlent

Óvíst hvort Gunnar verður aftur forstöðumaður Krossins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gunnar Þorsteinsson segir óráðið hvort hann taki við forstöðumannastarfinu.
Gunnar Þorsteinsson segir óráðið hvort hann taki við forstöðumannastarfinu.
Gunnar Þorsteinsson, fyrrverandi forstöðumaður Krossins, segir það óráðið á þessari stundu hvort hann muni taka aftur við forstöðumannastarfinu. Gunnar var sakaður um kynferðisbrot gegn nokkrum fyrrverandi safnaðarmeðlimum í Krossinum og kærður til lögreglu vegna þess. Það var síðan greint frá því í dag að lögreglan hefði látið málið niður falla.

Gunnar segist eiga eftir að ræða framtíðarstörf sín fyrir Krossinn við fólk í söfnuðinum. Hann sé ekki byrjaður á því. „Við vorum bara að fagna saman í dag,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi.


Tengdar fréttir

Kærum gegn Gunnari í Krossinum vísað frá

Saksóknari lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað kærum frá á hendur Gunnari Þorsteinssyni, fyrrverandi forstöðumanni trúfélagsins Krossins, en nokkrar konur sökuðu Gunnar um kynferðisofbeldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×