Webber stefnir á sigur á Nürburgring 23. júlí 2011 15:07 Mark Webber eftir tímatökuna í dag. AP mynd: Martin Meissner Mark Webber á Red Bull verður fremstur á ráslínu í þýska kappakstrinum sem fram á morgun. Hann varð hlutskarpastur í tímatökum í dag, en aðeins 0.055 sekúndum á undan Lewis Hamilton á McLaren. „Tímatakan gekk nokkuð vel, nema í annarri umferðinni, sem gekk ekki að óskum. En aðrir hlutar voru góðir og stákarnir unnu sitt verk varðandi bílinn. Það hafa verið andvökuvætur undanfarið og þeir hafa verið á tánum", sagði Webber á fréttamannafundi eftir tímatökuna. Webber var ekkert öruggur með sig þegar hann keyrði inn á þjónustusvæðið eftir tímatökuna. „Ég hugsaði, ef einhver gerir betur, þá á hann það skilið. Ég hefði ekki getað náð meira út úr bílnum. Ég ók á ystu nöf og náði góðum hring. Það var ánægjulegt að enginn gerði betur á lokasprettinum, en það er taugtrekkjandi að bíða í 30 sekúndur eftir fréttum. Ég mun vera í slagnum á morgun og það sem er mikilvægast er að vera fremstur í síðasta hringnum", sagði Webber, en hann hefur tvívegis náð besta tíma í tímatökum án þess að ná að fylgja því eftir með sigri. Bein útsending er frá kappakstrinum í Þýskalandi kl. 11.30 á morgun í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Brautarlýsing mótsins er á kappakstur.is. Formúla Íþróttir Mest lesið Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mark Webber á Red Bull verður fremstur á ráslínu í þýska kappakstrinum sem fram á morgun. Hann varð hlutskarpastur í tímatökum í dag, en aðeins 0.055 sekúndum á undan Lewis Hamilton á McLaren. „Tímatakan gekk nokkuð vel, nema í annarri umferðinni, sem gekk ekki að óskum. En aðrir hlutar voru góðir og stákarnir unnu sitt verk varðandi bílinn. Það hafa verið andvökuvætur undanfarið og þeir hafa verið á tánum", sagði Webber á fréttamannafundi eftir tímatökuna. Webber var ekkert öruggur með sig þegar hann keyrði inn á þjónustusvæðið eftir tímatökuna. „Ég hugsaði, ef einhver gerir betur, þá á hann það skilið. Ég hefði ekki getað náð meira út úr bílnum. Ég ók á ystu nöf og náði góðum hring. Það var ánægjulegt að enginn gerði betur á lokasprettinum, en það er taugtrekkjandi að bíða í 30 sekúndur eftir fréttum. Ég mun vera í slagnum á morgun og það sem er mikilvægast er að vera fremstur í síðasta hringnum", sagði Webber, en hann hefur tvívegis náð besta tíma í tímatökum án þess að ná að fylgja því eftir með sigri. Bein útsending er frá kappakstrinum í Þýskalandi kl. 11.30 á morgun í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Brautarlýsing mótsins er á kappakstur.is.
Formúla Íþróttir Mest lesið Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira