Ólafía Þórunn segist vera reynslunni ríkari í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2011 07:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er efst eftir 36 holur alveg eins og í fyrra. Mynd/Stefán Garðarsson/GSÍ Axel Bóasson úr Keili og Alfreð Brynjar Kristinsson úr GKG eru efstir og jafnir eftir tvo fyrstu dagana á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Hólmsvelli í Leiru. Axel var með forystuna og átti eitt högg á Alfreð eftir fyrsta daginn en þeir hafa nú báðir leikið fyrstu 36 holurnar á átta höggum undir pari. Yngri systir Alfreðs, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, er með tveggja stiga forskot á Eygló Myrru Óskarsdóttur hjá konunum. Axel byrjaði ekki vel í gær því hann tapaði þremur höggum á fyrstu átta holunum en þá komst hann aftur í gang og fékk fimm fugla á síðustu tíu holunum. Alfreð byrjaði hins vegar vel og var lengi einn í forystu. Hann fékk skramba á þrettándu sem virtist ætla að kosta hann efsta sætið en Alfreð fékk hins vegar örn á 18. holunni og náði að jafna við Axel sem fékk fugl á lokaholunni. Axel og Alfreð eru tveimur höggum á undan Ólafi Má Sigurðssyni úr GK sem lék manna best í gær en hann fór hringinn á fimm höggum undir pari og er á sex höggum undir eftir tvo daga. Ólafía Þórunn lék á tveimur höggum undir pari í gær eftir að hafa leikið fyrsta daginn á pari. Ólafía Þórunn er með tveggja högga forskot á Eygló Myrru sem var með forystu um tíma í dag en tapaði tveimur höggum á síðustu tveimur holunum. Ólafía fékk hins vegar fugl á 18. holunni og kom til baka eftir að hafa fengið skolla á 16. og 17. „Ég var nú bara að bæta upp fyrir sextándu og sautjándu,“ sagði Ólafía. „Þetta gekk vel hjá mér. Ég var að slá mjög vel og koma mér í færi. Ég fylgdi því síðan mjög vel eftir með því að setja púttin í. Ég setti fleiri pútt í í dag en í gær og þetta liggur allt í púttunum,“ segir Ólafía. Þetta er annað árið í röð sem Ólafía leiðir eftir tvo daga en hún endaði í öðru sæti í fyrra. „Nú er ég reynslunni ríkari. Þetta verður spennandi og það er mikil keppni hjá okkur,“ sagði Ólafía. Tinna Jóhannsdóttir úr Keili var með forystu eftir fyrsta daginn en hún byrjaði skelfilega í gær. Tinna lék á þremur höggum undir pari í gær sem er vallarmet en tapaði sjö höggum á fyrstu níu holunum í dag. Hún endaði á því að leika á 9 höggum yfir pari eða á tólf höggum meira en í gær. Golf Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Axel Bóasson úr Keili og Alfreð Brynjar Kristinsson úr GKG eru efstir og jafnir eftir tvo fyrstu dagana á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Hólmsvelli í Leiru. Axel var með forystuna og átti eitt högg á Alfreð eftir fyrsta daginn en þeir hafa nú báðir leikið fyrstu 36 holurnar á átta höggum undir pari. Yngri systir Alfreðs, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, er með tveggja stiga forskot á Eygló Myrru Óskarsdóttur hjá konunum. Axel byrjaði ekki vel í gær því hann tapaði þremur höggum á fyrstu átta holunum en þá komst hann aftur í gang og fékk fimm fugla á síðustu tíu holunum. Alfreð byrjaði hins vegar vel og var lengi einn í forystu. Hann fékk skramba á þrettándu sem virtist ætla að kosta hann efsta sætið en Alfreð fékk hins vegar örn á 18. holunni og náði að jafna við Axel sem fékk fugl á lokaholunni. Axel og Alfreð eru tveimur höggum á undan Ólafi Má Sigurðssyni úr GK sem lék manna best í gær en hann fór hringinn á fimm höggum undir pari og er á sex höggum undir eftir tvo daga. Ólafía Þórunn lék á tveimur höggum undir pari í gær eftir að hafa leikið fyrsta daginn á pari. Ólafía Þórunn er með tveggja högga forskot á Eygló Myrru sem var með forystu um tíma í dag en tapaði tveimur höggum á síðustu tveimur holunum. Ólafía fékk hins vegar fugl á 18. holunni og kom til baka eftir að hafa fengið skolla á 16. og 17. „Ég var nú bara að bæta upp fyrir sextándu og sautjándu,“ sagði Ólafía. „Þetta gekk vel hjá mér. Ég var að slá mjög vel og koma mér í færi. Ég fylgdi því síðan mjög vel eftir með því að setja púttin í. Ég setti fleiri pútt í í dag en í gær og þetta liggur allt í púttunum,“ segir Ólafía. Þetta er annað árið í röð sem Ólafía leiðir eftir tvo daga en hún endaði í öðru sæti í fyrra. „Nú er ég reynslunni ríkari. Þetta verður spennandi og það er mikil keppni hjá okkur,“ sagði Ólafía. Tinna Jóhannsdóttir úr Keili var með forystu eftir fyrsta daginn en hún byrjaði skelfilega í gær. Tinna lék á þremur höggum undir pari í gær sem er vallarmet en tapaði sjö höggum á fyrstu níu holunum í dag. Hún endaði á því að leika á 9 höggum yfir pari eða á tólf höggum meira en í gær.
Golf Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira