Umfjöllun: Njarðvíkingar sýndu klærnar í Ljónagryfjunni Boði Logason í Ljónagryfjunni skrifar 17. október 2011 21:20 Njarðvíkingar eftir leik á síðasta keppnistímabili. Mynd/Stefán Njarðvík byrjar tímabilið í Iceland Express-deild karla vel en í kvöld vann liðið sigur á Haukum, 107-91. Njarðvíkingum var reyndar spáð falli úr deildinni fyrir tímabilið en þeir hafa svarað því með því að vinna fyrstu tvo leiki tímabilsins. Leikurinn var frekar jafn til að byrja með og skiptust liðin á því að leiða leikinn - staðan eftir fyrsta fjórðung var 27-28, Haukum í vil. Í upphafi annars leikhluta hófu Njarðvíkingar leik sinn á svæðispressu og virtist taugatitringur koma í Haukana sem töpuðu boltanum strax í fyrstu sókn sinni. Um miðbik fjórðungsins fóru Njarðvíkingar í svæðisvörn en það stoppaði ekki Hafnfirðinga sem skoruðu nokkrar mikilvægar körfur. Emil Barja kom inn á liði Hauka og setti niður mikilvæga körfu í fyrstu sókn sinni og svo þrist stuttu síðar. Elvar Már Friðriksson, leikstjórnandi Njarðvíkur, sótti nokkrar villur þegar hann keyrði á vörn Haukana sem virtust ekki ráða við hraðann á honum. Njarðvíkingar skoruðu nokkrar mikilvægar körfur undir körfunni með Cameron Echols Í broddi fylkingar. Njarðvíkingar voru komnir í bónus og þegar tvær mínútur voru eftir var munurinn orðinn 9 stig, Njarðvíkingum í vil. Ólafur Helgi Jónsson setti svo niður rándýran þrist og munurinn orðinn 12 stig. Pétur Ingvarsson, þjálfari Hauka tók þá leikhlé en áður en hann messaði yfir liði sínu átti hann gott spjall við dómarana en hann vildi eflaust fá villu í sókninni á undan. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 58–48 fyrir Njarðvík og Cameron Echols stigahæstur Njarðvíkinga með 19 stig en hjá Haukum var Jovonni Shuler atkvæðamestur með 12 stig. Njarðvíkingar mættu gríðarlega einbeittir til leiks í síðari hálfleikinn og settu Cameron, Elvar Már og Ólafur Helgi rándýra þrista niður. Ekkert gekk upp hjá Haukunum sem töpuðu boltanum í hverri sókn. Elvar Már setti svo eina rándýra þriggja stiga körfu og strax í næstu sókn stálu þeir boltanum og Travis Holmes keyrði upp völlinn og tróð boltanum ofan í körfuna af miklum krafti. Áhorfendur stóðu upp og Pétur, þjálfari Hauka, tók leikhlé. Munurinn orðinn 23 stig og nokkuð ljóst að Hafnfirðingarnir voru ekki mættir í síðari hálfleikinn. Haukarnir fóru í svæðisvörn eftir leikhléið sem Njarðvíkingar réðu lítið við. Gestirnir náðu að minnka forskotið örlítið en þeir réðu ekkert við Cameron undir körfunni sem og Elvar Má og Ólaf Helga sem settu niður nokkra mikilvæga þrista. Haukarnir voru engan veginn tilbúnir í síðari hálfleikinn og náðu aldrei að gera atlögu að Njarðvíkingunum það sem eftir lifði leiks. Í fjórða leikhluta hélt veislan áfram og komu Hafnfirðingar engum vörnum við leik Njarðvíkinga sem voru í banastuði með góðum stuðningi áhorfenda. Þegar flautað var til leiksloka var staðan 107–91 og nokkuð sannfærandi sigur Njarðvíkinga staðreynd.Njarðvík-Haukar 107-91 (27-28, 31-20, 29-22, 20-21)Njarðvík: Cameron Echols 40/16 fráköst, Elvar Már Friðriksson 22/5 stoðsendingar, Travis Holmes 21/4 fráköst/6 stolnir, Ólafur Helgi Jónsson 18, Rúnar Ingi Erlingsson 4, Óli Ragnar Alexandersson 2.Haukar: Jovanni Shuler 30/10 fráköst, Örn Sigurðarson 14, Davíð Páll Hermannsson 12, Sævar Ingi Haraldsson 12, Emil Barja 9, Helgi Björn Einarsson 6/7 fráköst, Andri Freysson 4, Sveinn Ómar Sveinsson 3/7 fráköst, Haukur Óskarsson 1. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Elvar Már: Skotin voru að detta í dag “Þetta var bara liðssigur,” sagði Elvar Már Friðriksson, 17 ára leikmaður Njarðvíkur, eftir sigur á Haukum, 107 – 91 í Ljónagryfjunni í kvöld. 17. október 2011 21:55 Sævar: Það var sama hvar og hvenær þeir skutu - það fór allt ofan í “Það var aðallega varnarleikurinn - hann var bara skelfilegur það er ekkert annað,” sagði Sævar Ingi Haraldsson leikmaður Hauka eftir 107 – 91 tap gegn Njarðvík í Ljónagryfjunni í kvöld. 17. október 2011 21:47 Friðrik: Við erum að hlaupa af okkur frumsýningarstressið “Við spiluðum bara mjög vel í dag, sérstaklega sóknarlega. Það voru allir í banastuði og menn voru bara vel stemmdir,” sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarðvíkinga eftir sannfærandi sigur á Haukum í Ljónagryfjunni 107 – 91 í kvöld. 17. október 2011 21:18 Pétur: Erum að fá á okkur alltof mikið af stigum “Við byrjuðum illa í þriðja leikhluta eftir að hafa verið undir og þeir komust fljótt í 20 stiga forskot og héldu því einhvern veginn allan leikinn,” sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Hauka eftir 107 – 91 tap í Ljónagryfjunni í kvöld. 17. október 2011 21:41 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Sjá meira
Njarðvík byrjar tímabilið í Iceland Express-deild karla vel en í kvöld vann liðið sigur á Haukum, 107-91. Njarðvíkingum var reyndar spáð falli úr deildinni fyrir tímabilið en þeir hafa svarað því með því að vinna fyrstu tvo leiki tímabilsins. Leikurinn var frekar jafn til að byrja með og skiptust liðin á því að leiða leikinn - staðan eftir fyrsta fjórðung var 27-28, Haukum í vil. Í upphafi annars leikhluta hófu Njarðvíkingar leik sinn á svæðispressu og virtist taugatitringur koma í Haukana sem töpuðu boltanum strax í fyrstu sókn sinni. Um miðbik fjórðungsins fóru Njarðvíkingar í svæðisvörn en það stoppaði ekki Hafnfirðinga sem skoruðu nokkrar mikilvægar körfur. Emil Barja kom inn á liði Hauka og setti niður mikilvæga körfu í fyrstu sókn sinni og svo þrist stuttu síðar. Elvar Már Friðriksson, leikstjórnandi Njarðvíkur, sótti nokkrar villur þegar hann keyrði á vörn Haukana sem virtust ekki ráða við hraðann á honum. Njarðvíkingar skoruðu nokkrar mikilvægar körfur undir körfunni með Cameron Echols Í broddi fylkingar. Njarðvíkingar voru komnir í bónus og þegar tvær mínútur voru eftir var munurinn orðinn 9 stig, Njarðvíkingum í vil. Ólafur Helgi Jónsson setti svo niður rándýran þrist og munurinn orðinn 12 stig. Pétur Ingvarsson, þjálfari Hauka tók þá leikhlé en áður en hann messaði yfir liði sínu átti hann gott spjall við dómarana en hann vildi eflaust fá villu í sókninni á undan. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 58–48 fyrir Njarðvík og Cameron Echols stigahæstur Njarðvíkinga með 19 stig en hjá Haukum var Jovonni Shuler atkvæðamestur með 12 stig. Njarðvíkingar mættu gríðarlega einbeittir til leiks í síðari hálfleikinn og settu Cameron, Elvar Már og Ólafur Helgi rándýra þrista niður. Ekkert gekk upp hjá Haukunum sem töpuðu boltanum í hverri sókn. Elvar Már setti svo eina rándýra þriggja stiga körfu og strax í næstu sókn stálu þeir boltanum og Travis Holmes keyrði upp völlinn og tróð boltanum ofan í körfuna af miklum krafti. Áhorfendur stóðu upp og Pétur, þjálfari Hauka, tók leikhlé. Munurinn orðinn 23 stig og nokkuð ljóst að Hafnfirðingarnir voru ekki mættir í síðari hálfleikinn. Haukarnir fóru í svæðisvörn eftir leikhléið sem Njarðvíkingar réðu lítið við. Gestirnir náðu að minnka forskotið örlítið en þeir réðu ekkert við Cameron undir körfunni sem og Elvar Má og Ólaf Helga sem settu niður nokkra mikilvæga þrista. Haukarnir voru engan veginn tilbúnir í síðari hálfleikinn og náðu aldrei að gera atlögu að Njarðvíkingunum það sem eftir lifði leiks. Í fjórða leikhluta hélt veislan áfram og komu Hafnfirðingar engum vörnum við leik Njarðvíkinga sem voru í banastuði með góðum stuðningi áhorfenda. Þegar flautað var til leiksloka var staðan 107–91 og nokkuð sannfærandi sigur Njarðvíkinga staðreynd.Njarðvík-Haukar 107-91 (27-28, 31-20, 29-22, 20-21)Njarðvík: Cameron Echols 40/16 fráköst, Elvar Már Friðriksson 22/5 stoðsendingar, Travis Holmes 21/4 fráköst/6 stolnir, Ólafur Helgi Jónsson 18, Rúnar Ingi Erlingsson 4, Óli Ragnar Alexandersson 2.Haukar: Jovanni Shuler 30/10 fráköst, Örn Sigurðarson 14, Davíð Páll Hermannsson 12, Sævar Ingi Haraldsson 12, Emil Barja 9, Helgi Björn Einarsson 6/7 fráköst, Andri Freysson 4, Sveinn Ómar Sveinsson 3/7 fráköst, Haukur Óskarsson 1.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Elvar Már: Skotin voru að detta í dag “Þetta var bara liðssigur,” sagði Elvar Már Friðriksson, 17 ára leikmaður Njarðvíkur, eftir sigur á Haukum, 107 – 91 í Ljónagryfjunni í kvöld. 17. október 2011 21:55 Sævar: Það var sama hvar og hvenær þeir skutu - það fór allt ofan í “Það var aðallega varnarleikurinn - hann var bara skelfilegur það er ekkert annað,” sagði Sævar Ingi Haraldsson leikmaður Hauka eftir 107 – 91 tap gegn Njarðvík í Ljónagryfjunni í kvöld. 17. október 2011 21:47 Friðrik: Við erum að hlaupa af okkur frumsýningarstressið “Við spiluðum bara mjög vel í dag, sérstaklega sóknarlega. Það voru allir í banastuði og menn voru bara vel stemmdir,” sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarðvíkinga eftir sannfærandi sigur á Haukum í Ljónagryfjunni 107 – 91 í kvöld. 17. október 2011 21:18 Pétur: Erum að fá á okkur alltof mikið af stigum “Við byrjuðum illa í þriðja leikhluta eftir að hafa verið undir og þeir komust fljótt í 20 stiga forskot og héldu því einhvern veginn allan leikinn,” sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Hauka eftir 107 – 91 tap í Ljónagryfjunni í kvöld. 17. október 2011 21:41 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Sjá meira
Elvar Már: Skotin voru að detta í dag “Þetta var bara liðssigur,” sagði Elvar Már Friðriksson, 17 ára leikmaður Njarðvíkur, eftir sigur á Haukum, 107 – 91 í Ljónagryfjunni í kvöld. 17. október 2011 21:55
Sævar: Það var sama hvar og hvenær þeir skutu - það fór allt ofan í “Það var aðallega varnarleikurinn - hann var bara skelfilegur það er ekkert annað,” sagði Sævar Ingi Haraldsson leikmaður Hauka eftir 107 – 91 tap gegn Njarðvík í Ljónagryfjunni í kvöld. 17. október 2011 21:47
Friðrik: Við erum að hlaupa af okkur frumsýningarstressið “Við spiluðum bara mjög vel í dag, sérstaklega sóknarlega. Það voru allir í banastuði og menn voru bara vel stemmdir,” sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarðvíkinga eftir sannfærandi sigur á Haukum í Ljónagryfjunni 107 – 91 í kvöld. 17. október 2011 21:18
Pétur: Erum að fá á okkur alltof mikið af stigum “Við byrjuðum illa í þriðja leikhluta eftir að hafa verið undir og þeir komust fljótt í 20 stiga forskot og héldu því einhvern veginn allan leikinn,” sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Hauka eftir 107 – 91 tap í Ljónagryfjunni í kvöld. 17. október 2011 21:41