Staða Pennans sögð skekkja markaðinn 21. október 2011 04:00 Penninn hefur tekið á leigu þriggja hæða húsnæði í Skeifunni undir hluta af starfsemi sinni. Húsnæðið er við hliðina á samkeppnisaðilanum Casa. fréttablaðið/anton „Þarna er augljós skekkja á markaðinum sem getur verið verjanleg í einhvern örskamman tíma. En að fyrirtæki sé enn í mjúkum faðmi bankanna þremur árum eftir hrun gengur ekki,“ segir Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, um aðkomu Arion banka að Pennanum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að bankinn hefði nýverið aukið hlutafé Pennans, sem er í 100% eigu félags í eigu Arion, um 200 milljónir króna þrátt fyrir að fyrirtækið hefði tapað rúmum milljarði króna á síðustu tveimur árum. Til viðbótar lánaði Arion Pennanum 500 milljónir króna í fyrra. Orri segist hafa miklar áhyggjur af því almennt að bankar taki fyrirtæki í fangið og styðji við þau á samkeppnismarkaði. „Í þessu tilfelli eru það húsgagnaframleiðendur sem eru að keppa við starfsemina og finnst sú staða sem er komin upp mjög ójöfn og ósanngjörn. Við höfum almennt verið að berjast fyrir því að bankarnir séu ekki að halda lífinu í starfsemi sem er ekki sjálfbær.“ Skúli Rósantsson, eigandi húsgagnaverslunarinnar Casa, segir Pennann hafa verið að eltast við birgja sem einungis hafi verslað við Casa árum saman.„Þeir hafa verið að eltast við birgja sem ég hef verið að versla við árum saman. Velta í húsgagnaverslun hefur eðlilega dregist saman á Íslandi eftir hrun. Þegar birgjar fá stórar pantanir frá nýjum aðila sem getur sýnt fram á miklu meiri veltu en við, þó að hluti hennar sé vegna sölu á pappír og pennum, þá hugsa þessi fyrirtæki sig um. Á sama tíma styður bankinn við Pennann með því að setja fullt af peningum inn í rekstur hans til að mæta taprekstri. Það er ekki hægt að keppa gegn svona atgangi bankanna.“ Guðmundur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Á. Guðmundsson, segist velta því fyrir sér hvort framlegð og afkoma skipti í raun engu máli hjá Pennanum. „Við höfum lengi verið að selja skrifstofu- og skólahúsgögn í samkeppni við Pennann. Þeir hafa mest verið að flytja inn sín skólahúsgögn. Fyrir hrun voru þau húsgögn á svipuðu verði eða dýrari en þau sem við bjóðum. Núna virðast þau orðin ódýrari, þrátt fyrir gengishrunið. Maður veltir því fyrir sér hver framlegðin er af slíkum viðskiptum og hvort hún skipti kannski engu máli. Ef svo er þá skiptir afkoman heldur engu máli því það koma þá peningar frá bankanum ef vantar.“ thordur@frettabladid.is Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Sjá meira
„Þarna er augljós skekkja á markaðinum sem getur verið verjanleg í einhvern örskamman tíma. En að fyrirtæki sé enn í mjúkum faðmi bankanna þremur árum eftir hrun gengur ekki,“ segir Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, um aðkomu Arion banka að Pennanum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að bankinn hefði nýverið aukið hlutafé Pennans, sem er í 100% eigu félags í eigu Arion, um 200 milljónir króna þrátt fyrir að fyrirtækið hefði tapað rúmum milljarði króna á síðustu tveimur árum. Til viðbótar lánaði Arion Pennanum 500 milljónir króna í fyrra. Orri segist hafa miklar áhyggjur af því almennt að bankar taki fyrirtæki í fangið og styðji við þau á samkeppnismarkaði. „Í þessu tilfelli eru það húsgagnaframleiðendur sem eru að keppa við starfsemina og finnst sú staða sem er komin upp mjög ójöfn og ósanngjörn. Við höfum almennt verið að berjast fyrir því að bankarnir séu ekki að halda lífinu í starfsemi sem er ekki sjálfbær.“ Skúli Rósantsson, eigandi húsgagnaverslunarinnar Casa, segir Pennann hafa verið að eltast við birgja sem einungis hafi verslað við Casa árum saman.„Þeir hafa verið að eltast við birgja sem ég hef verið að versla við árum saman. Velta í húsgagnaverslun hefur eðlilega dregist saman á Íslandi eftir hrun. Þegar birgjar fá stórar pantanir frá nýjum aðila sem getur sýnt fram á miklu meiri veltu en við, þó að hluti hennar sé vegna sölu á pappír og pennum, þá hugsa þessi fyrirtæki sig um. Á sama tíma styður bankinn við Pennann með því að setja fullt af peningum inn í rekstur hans til að mæta taprekstri. Það er ekki hægt að keppa gegn svona atgangi bankanna.“ Guðmundur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Á. Guðmundsson, segist velta því fyrir sér hvort framlegð og afkoma skipti í raun engu máli hjá Pennanum. „Við höfum lengi verið að selja skrifstofu- og skólahúsgögn í samkeppni við Pennann. Þeir hafa mest verið að flytja inn sín skólahúsgögn. Fyrir hrun voru þau húsgögn á svipuðu verði eða dýrari en þau sem við bjóðum. Núna virðast þau orðin ódýrari, þrátt fyrir gengishrunið. Maður veltir því fyrir sér hver framlegðin er af slíkum viðskiptum og hvort hún skipti kannski engu máli. Ef svo er þá skiptir afkoman heldur engu máli því það koma þá peningar frá bankanum ef vantar.“ thordur@frettabladid.is
Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Sjá meira