Blaðamaður hjá þýska staðarblaðinu Rhein-Neckar Zeitung efast um að Gylfi Þór Sigurðsson geti reynst Hoffenheim styrkur í þýsku úrvalsdeildinni.
Þetta er furðuleg gagnrýni, sérstaklega í ljósi þess að Gylfi hefur skorað sjö mörk á sínu fyrsta tímabili með liðinu þrátt fyrir að lítin spilatíma. Gylfi hefur fjórum sinnum spilað leiki frá upphafi enda síðan hann kom frá Reading í haust en komið við sögu í alls tólf leikjum.
Blaðamaðurinn, Wolfgang Brück, segir að Gylfa Þór skorti heilmikið sem knattspyrnumaður.
„Það vantar heilmikið upp á hraða og almenna hlaupagetu. Ég er efins um hvort að hann eigi erindi í þýsku úrvalsdeildina.“
Um mörkin hans sjö segir hann eftirfarandi: „Hann er skýr í kollinum og með gott skot. En hann er enginn markahrókur. Maður verður því að spyrja sig hvort hann geti virkilega reynst Hoffenheim styrkur.“
Hoffenheim mætir Hamburg í þýsku úrvalsdeildinni nú síðdegis.
Blaðamaður gagnrýnir Gylfa Þór
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
