Fjórir sjómenn níddust á þrettán ára dreng: "Var svona væg busun“ 15. nóvember 2011 11:01 Myndin er úr safni. Fjórir sjómenn hafa verið dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að beita þrettán ára dreng kynferðislegu ofbeldi í tíu daga veiðiferð með skipi. Faðir drengsins var einnig á skipinu. Einn mannanna er meðal annars dæmdur fyrir að hafa „pungað" drenginn. Þá var hann staddur í stýrihúsinu. Sá dæmdi sagði þá: „Pungum hann". Drengurinn vissi ekki hvað það væri, en sá dæmdi beraði kynfæri sín og otaði þeim að andliti drengsins, sem kom sér undan með því að slá í kynfærin. Þá var einn hinna dæmdu ákærður fyrir að taka í fætur drengsins og halda honum á hvolfi yfir borðstokknum, milli skips og bryggju og hætta ekki fyrr en drengurinn hafði sagt að hinn dæmdi væri bestur. Hann var hinsvegar sýknaður af þeim ákæruliði. Þá greindi drengurinn einnig frá því að eitt sinn, þegar hann var að gera að fiski, beygði hann sig niður vegna þess að hann var að fara að æla af sjóveiki. Þá kom einn hinna dæmdu og potaði fingri sínum í rass drengsins. Drengurinn segir að faðir hans hafi séð þetta og orðið reiður, en sama dag fór drengurinn heim. Þrjú sálfræðiviðtöl voru tekin við drenginn. Í vottorðinu kemur meðal annars fram að sjóferðin hafi tekið verulega á drenginn. Hann hafi verið sjóveikur allan tímann og grín gert að honum vegna þess. Hann hafi verið niðurlægður með orðum og gerðum og hann hafi þurft að þola ýmsa áreitni sem hafi bæði meitt hann, niðurlægt og gert hann verulega hræddan, jafnvel um líf sitt. Hann hafi stöðugt þurft að vera á varðbergi og viðbúinn hverju sem væri, en það væru mjög kvíðavekjandi aðstæður. Hann hafi upplifað algert hjálparleysi þar sem hann hafi ekki ráðið líkamlega við skipverjana og verið hættur að búast við því að einhver kæmi honum til bjargar, þar sem þeir hefðu allir brugðist honum að því leyti. Einn sjómannanna sagði að stemningin um borð hefði verið þannig að menn hafi til dæmis verið að rassskella hver annan eða þykjast „ríða" hver öðrum. Munnsöfnuður manna hafi verið grófur og það verið blótað. Þá sagði ákærði að framkoma manna gagnvart drengnum hafi verið grín, en það hefði kannski mátt sleppa einhverjum atriðum. Þetta hefði verið „svona væg busun" og hún hafi alls ekki verið í kynferðislegum tilgangi. Tveir af hinum dæmdu skulu sæta 45 daga fangelsi en refsing fellur niður haldi þeir skilorð í tvö ár. Sá þriðji skal sæta 60 daga fangelsi en fresta skal fullnustu refsingarinnar og fellur hún niður tveimur árum síðar. Sá fjórði skal sæta fangelsi í þrjá mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún fellur niður haldi hann skilorð í tvö ár. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Fjórir sjómenn hafa verið dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að beita þrettán ára dreng kynferðislegu ofbeldi í tíu daga veiðiferð með skipi. Faðir drengsins var einnig á skipinu. Einn mannanna er meðal annars dæmdur fyrir að hafa „pungað" drenginn. Þá var hann staddur í stýrihúsinu. Sá dæmdi sagði þá: „Pungum hann". Drengurinn vissi ekki hvað það væri, en sá dæmdi beraði kynfæri sín og otaði þeim að andliti drengsins, sem kom sér undan með því að slá í kynfærin. Þá var einn hinna dæmdu ákærður fyrir að taka í fætur drengsins og halda honum á hvolfi yfir borðstokknum, milli skips og bryggju og hætta ekki fyrr en drengurinn hafði sagt að hinn dæmdi væri bestur. Hann var hinsvegar sýknaður af þeim ákæruliði. Þá greindi drengurinn einnig frá því að eitt sinn, þegar hann var að gera að fiski, beygði hann sig niður vegna þess að hann var að fara að æla af sjóveiki. Þá kom einn hinna dæmdu og potaði fingri sínum í rass drengsins. Drengurinn segir að faðir hans hafi séð þetta og orðið reiður, en sama dag fór drengurinn heim. Þrjú sálfræðiviðtöl voru tekin við drenginn. Í vottorðinu kemur meðal annars fram að sjóferðin hafi tekið verulega á drenginn. Hann hafi verið sjóveikur allan tímann og grín gert að honum vegna þess. Hann hafi verið niðurlægður með orðum og gerðum og hann hafi þurft að þola ýmsa áreitni sem hafi bæði meitt hann, niðurlægt og gert hann verulega hræddan, jafnvel um líf sitt. Hann hafi stöðugt þurft að vera á varðbergi og viðbúinn hverju sem væri, en það væru mjög kvíðavekjandi aðstæður. Hann hafi upplifað algert hjálparleysi þar sem hann hafi ekki ráðið líkamlega við skipverjana og verið hættur að búast við því að einhver kæmi honum til bjargar, þar sem þeir hefðu allir brugðist honum að því leyti. Einn sjómannanna sagði að stemningin um borð hefði verið þannig að menn hafi til dæmis verið að rassskella hver annan eða þykjast „ríða" hver öðrum. Munnsöfnuður manna hafi verið grófur og það verið blótað. Þá sagði ákærði að framkoma manna gagnvart drengnum hafi verið grín, en það hefði kannski mátt sleppa einhverjum atriðum. Þetta hefði verið „svona væg busun" og hún hafi alls ekki verið í kynferðislegum tilgangi. Tveir af hinum dæmdu skulu sæta 45 daga fangelsi en refsing fellur niður haldi þeir skilorð í tvö ár. Sá þriðji skal sæta 60 daga fangelsi en fresta skal fullnustu refsingarinnar og fellur hún niður tveimur árum síðar. Sá fjórði skal sæta fangelsi í þrjá mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún fellur niður haldi hann skilorð í tvö ár.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira