„Ég bý í gömlu timburhúsi og það brakar í því þegar skelfur," segir Egill Helgason, sjónvarpsmaður á bloggi sínu.
Yfir 200 jarðskjálftar hafa mælst á Krýsuvíkursvæðinu frá því á miðnætti og hafa að minnsta kosti þrír skjálftar mælst yfir 3 stig, og sá stærsti 4 stig.
Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að jarðskjálftahrina hafi hafist við Kleifarvatn á fimmtudagskvöld og upp úr klukkan fimm í morgun jókst virknin og klukkan tíu í morgun var hún mikil, segir í tilkynningunni.
