Innlent

Forsetinn fær viðurkenningu frá Rússum

Sendiherra Rússlands Andrey V. Tsyganov afhendir forsetanum minnispening og heiðursviðurkenningu.
Sendiherra Rússlands Andrey V. Tsyganov afhendir forsetanum minnispening og heiðursviðurkenningu. MYND/Heimasíða forseta Íslands

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands tók í dag við minnispeningi og heiðursviðurkenningu sem forseti Rússlands Dmitry Medvedev og sérstök minningarnefnd um síðari heimsstyrjöldina hefur ákveðið að veita forsetanum. Peninginn fær hann vegna stuðnings við viðburði og athafnir sem tengjast varðveislu sögu föðurlandsstríðsins mikla en svo nefna Rússar síðari heimsstyrjöldina.

Í tilkynningu frá forsetaembættinu segir að Ólafur Ragnar hafi ásamt öðrum átt frumkvæði að því að haldið var í Háskóla Íslands fjölsótt alþjóðlegt þing um skipalestirnar sem fóru um Ísland og Norður-Atlantshafið áleiðis til Rússlands í seinni heimsstyrjöldinni. „Hann hefur jafnframt stuðlað að sýningum um þessar skipalestir og lagt því lið að reistur var minnisvarði í Fossvogskirkjugarði um þá sem fórust í þessum siglingum."

Það var sendiherra Rússlands á Íslandi Andrey V. Tsyganov sem fyrir hönd Dmitry Medvedev forseta Rússlands afhenti forseta Íslands minnispeninginn og viðurkenninguna á Bessastöðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×