Innlent

Njósnatölvan var fimm vikur í Alþingishúsinu

Njósnatölva sem fannst í hliðarherbergi í Alþingishúsinu þann 2. febrúar árið 2010 hafði verið þar í rúmar fimm vikur. Samkvæmt upplýsingum frá forseta Alþingis var tölvan tengd þann 28. desember árið 2009 en talið er að hún hafi átt að nálgast gögn úr tölvum í þinghúsinu.

Lögreglan er nú með málið á sinni könnu en rannsókn á því er langt því frá að vera lokið að sögn lögreglu. Tæknideild Alþingis telur að þrátt fyrir þennan langa tíma, hafi lítið af gögnum farið í gegnum tölvuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×