Innlent

Borgin selur menningarkort

Aðsókn á Listasafn Reykjavíkur jókst verulega þau þrjú ár sem ókeypis hefur verið að heimsækja safnið.
Aðsókn á Listasafn Reykjavíkur jókst verulega þau þrjú ár sem ókeypis hefur verið að heimsækja safnið.

Ekki verður lengur hægt að fara ókeypis á Listasafn Reykjavíkur eftir 1. febrúar, þegar borgaryfirvöld áforma að rukka fullorðna um 1.000 króna aðgangseyri að safninu.

Á sama tíma tekur gildi nýtt menningarkort, sem gildir sem árskort á öll þrjú söfn Listasafnsins, á Minjasafn Reykjavíkur og gildir um leið sem bókasafnskort, segir Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs borgarinnar. Kortið mun kosta 5.000 krónur. Einnig verður boðið upp á ódýrari kort sem gilda aðeins á ákveðin söfn. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×