Innlent

Actavis styrkir stofnun Vigdísar

Auður Hauksdóttir, forstöðumanni Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, Vigdís Finnbogadóttir, Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis á Íslandi, Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands og Ástráður Eysteinsson, forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands.
Auður Hauksdóttir, forstöðumanni Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, Vigdís Finnbogadóttir, Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis á Íslandi, Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands og Ástráður Eysteinsson, forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands.
Lyfjafyrirtækið Actavis hefur ákveðið að styrkja Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur um 30 milljónir króna til byggingar húss fyrir starfsemi stofnunarinnar. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis á Íslandi, og Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, undirrituðu samning um stuðninginn í Háskóla Íslands í dag.

Í tilefni af stórafmæli Vigdísar Finnbogadóttur á síðastliðnu ári, og því að 30 ár voru liðin frá sögulegu forsetakjöri hennar, vill Actavis leggjast á árar með stofnuninni við að koma á fót alþjóðlegri tungumálamiðstöð hér á landi í nafni Vigdísar, að því er fram kemur í tilkynningu frá HÍ.

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur hefur sett sér það markmið að byggja þrjú þúsund fermetra hús austan við Háskólabíó sem mun m.a. hýsa alþjóðlega tungumálamiðstöð og alla kennslu og rannsóknir í þeim 14 erlendu tungumálum sem kennd eru við Háskóla Íslands.

Vigdís var viðstödd undirritun samningsins í Háskóla Íslands í dag ásamt Ástráði Eysteinssyni, forseta Hugvísindasviðs og Auði Hauksdóttur, forstöðumanni Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×