Innlent

Sigurjón laus úr haldi

ÞÞ og MMG skrifar
Sigurjón í fylgd lögreglumanna fyrir utan húsakynni sérstaks saksóknara fimmtudagskvöldið 13. janúar sl.
Sigurjón í fylgd lögreglumanna fyrir utan húsakynni sérstaks saksóknara fimmtudagskvöldið 13. janúar sl. Mynd/Daníel Rúnarsson

Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, hefur verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi. Skýrslustökum yfir honum er lokið og sá sérstakur saksóknari ekki ástæðu til að halda honum lengur í haldi, að sögn Sigurðar G. Guðjónssonar, verjanda Sigurjóns.

„Sigurjón er laus úr haldi og það er aðalmálið," segir Sigurður.

Sigurjón var úrskurður í 11 daga gæsluvarðhald hinn 14. janúar síðastliðinn vegna gruns um að bera ábyrgð á meintri markaðsmisnotkun Landsbankans og öðrum brotum sem varða auðgunarbrotakafla almennra hegningarlaga.

Auk Sigurjóns var Ívar Guðjónsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin fjárfestinga Landsbankans, einnig úrskurðaður í gæsluvarðhald sem átti að renna út í dag en Ívari var sleppt úr haldi síðastliðið mánudagskvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×