Enski boltinn

Old Trafford leysir af Wembley í vor

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Old Trafford.
Old Trafford. Mynd/Nordic Photos/Getty
Old Trafford, heimavöllur Manchester United, tekur að sér að hýsa tvo leiki í úrslitakeppnnum neðri deildanna í vor þar sem að Wembley-leikvangurinn er upptekinn á sama tíma.

Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram á Wembley 28. maí næstkomandi og því varð að færa leiki í úrslitakeppni ensku C- og D-deildarinnar. Um er að ræða úrslitaleikina um sæti í B- og C-deildunum í Englandi.

Yfirmaður ensku neðri deildarinnar var ánægður með að fá að spila þessa leiki á Old Trafford sem er einn af flottustu fótboltavöllum í heimi.

Úrslitaleikurinn um sæti í ensku úrvalsdeildinni verður á Wembley en hann fer fram tveimur dögum eftir að úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni fer þar fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×