Gæti reynst Pútín erfiður mótherji 27. desember 2011 23:00 Alexei Navalní Hefur með eldmóði sínum og bloggskrifum náð að höfða til ungu kynslóðarinnar.Fréttablaðið/AP Fremsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi þessa dagana er Alexei Navalní, sem hefur lagt meira fram en aðrir til þess að leggja grunn að mótmælahreyfingunni sem nú velgir Vladimír Pútín forsætisráðherra undir uggum. Navalní virðist eiga auðvelt með að ná til fólks, eins og vel sást á fjölmennum mótmælafundi í Moskvu um helgina, þar sem tugir þúsunda manna hrópuðu fagnandi. Ekki er annað að sjá en að vegur hans eigi aðeins eftir að fara vaxandi. Navalní er lögfræðingur sem hefur barist gegn spillingu í Rússlandi. Hann er einnig vinsæll bloggari og virðist hafa náð til unga fólksins, sem fór ekki að taka þátt í mótmælum að ráði fyrr en eftir að hafa lesið hvatningarorð hans á netinu. Hann var handtekinn fyrr í mánuðinum eftir að hann fór í fararbroddi mótmælagöngu gegn þingkosningunum sem haldnar voru í byrjun desember. Meðan hann sat í fangelsi dró heldur úr eldmóði mótmælendahópsins, en hann var svo látinn laus skömmu fyrir jól og þá hljóp nýr kraftur í mótmælendur, sem mættu fílefldir á laugardaginn var. Rússneskir ráðamenn eru farnir að átta sig á því að Navalní geti reynst þeim skeinuhættur en hafa lítið getað að gert. Vladimír Pútín forsætisráðherra gerir samt lítið úr stjórnarandstæðingunum sem efnt hafa til þessara fjölmennu mótmæla. „Vandinn er sá að þeir hafa ekki neina sterka stefnu, né heldur skýrar og skiljanlegar leiðir til að ná fram markmiðum sínum, sem eru reyndar ekki skýr heldur," sagði hann á fundi með stuðningsmönnum sínum í gær. „Þá vantar líka fólk sem er fært um að gera eitthvað áþreifanlegt." Pútín segist hins vegar vilja að forsetakosningarnar í mars verði gegnsæjar og áreiðanlegar. Hann hafi engan áhuga á því sem frambjóðandi að niðurstöðurnar verði ekki marktækar. Hann hvatti jafnframt stuðningsmenn sína til að tryggja að kosningarnar færu vel fram, þannig að framkvæmdin kallaði ekki á harða gagnrýni eins og þingkosningarnar. Hann neitar hins vegar að verða við kröfum um að atkvæðin úr þeim kosningum verði endurtalin vegna ásakana um kosningasvindl. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Sjá meira
Fremsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi þessa dagana er Alexei Navalní, sem hefur lagt meira fram en aðrir til þess að leggja grunn að mótmælahreyfingunni sem nú velgir Vladimír Pútín forsætisráðherra undir uggum. Navalní virðist eiga auðvelt með að ná til fólks, eins og vel sást á fjölmennum mótmælafundi í Moskvu um helgina, þar sem tugir þúsunda manna hrópuðu fagnandi. Ekki er annað að sjá en að vegur hans eigi aðeins eftir að fara vaxandi. Navalní er lögfræðingur sem hefur barist gegn spillingu í Rússlandi. Hann er einnig vinsæll bloggari og virðist hafa náð til unga fólksins, sem fór ekki að taka þátt í mótmælum að ráði fyrr en eftir að hafa lesið hvatningarorð hans á netinu. Hann var handtekinn fyrr í mánuðinum eftir að hann fór í fararbroddi mótmælagöngu gegn þingkosningunum sem haldnar voru í byrjun desember. Meðan hann sat í fangelsi dró heldur úr eldmóði mótmælendahópsins, en hann var svo látinn laus skömmu fyrir jól og þá hljóp nýr kraftur í mótmælendur, sem mættu fílefldir á laugardaginn var. Rússneskir ráðamenn eru farnir að átta sig á því að Navalní geti reynst þeim skeinuhættur en hafa lítið getað að gert. Vladimír Pútín forsætisráðherra gerir samt lítið úr stjórnarandstæðingunum sem efnt hafa til þessara fjölmennu mótmæla. „Vandinn er sá að þeir hafa ekki neina sterka stefnu, né heldur skýrar og skiljanlegar leiðir til að ná fram markmiðum sínum, sem eru reyndar ekki skýr heldur," sagði hann á fundi með stuðningsmönnum sínum í gær. „Þá vantar líka fólk sem er fært um að gera eitthvað áþreifanlegt." Pútín segist hins vegar vilja að forsetakosningarnar í mars verði gegnsæjar og áreiðanlegar. Hann hafi engan áhuga á því sem frambjóðandi að niðurstöðurnar verði ekki marktækar. Hann hvatti jafnframt stuðningsmenn sína til að tryggja að kosningarnar færu vel fram, þannig að framkvæmdin kallaði ekki á harða gagnrýni eins og þingkosningarnar. Hann neitar hins vegar að verða við kröfum um að atkvæðin úr þeim kosningum verði endurtalin vegna ásakana um kosningasvindl. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Sjá meira