Hamilton áminntur og Maldonado refsað vegna áreksturs 27. ágúst 2011 21:10 Lewis Hamilton var áminntur af dómurum á Spa brautinni í Belgíu í dag. Mynd: McLaren F1 Formúlu 1 ökumennirnir Lewis Hamilton hjá McLaren og Pastor Maldonado lentu í samtuði í tímatöku fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Þeir rákust saman eftir að hafa lokið annarri umferð tímatökunnar í dag og dómarar mótsins töldu báða brotlega. Maldonado verður færður úr 16 sæti á ráslínu í það 21 fyrir kappaksturinn vegna atviksins, en Hamilton fékk aðeins áminningu. Kapparnir tveir voru á öndverðum meiði varðandi atvikið, en bílarnir rákust nokkuð harkalega saman. „Ég hef ekki talað við hann (Maldonado) til að vita hans hlið, en það er ljóst af myndbandi að við erum að aka beinan kafla, sem liggur þó aðeins til hægri. Hann er á hægri hliðinni og ég vinstri og kemst ekki meira til vinstri en raun var. Á einhvern hátt skellur hann á mér og það er annarra að skilgreina hvað gerðist, en ég keyrði ekki á neinn", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. Hann taldi lán í óláni að bíllinn skemmdist ekki meira en raun bar vitni og hann kláraði lokumferð tímaökunnar og er annar á ráslínu á eftir Sebastian Vettel í kappakstrinum á morgun. Maldonado var spurður á því hvort hann hefði vísvitandi keyrt á Hamilton. „Nei. Ég reyndi að komast framúr honum af því hann hægði á sér. Þetta lítur út eins og beinn kafli, en það er beygja þarna, en kannski var hann að beygja á meðan ég keyrði beint. Það er erfitt að segja. Það var engin ástæða til að aðhafast neitt (eftir að bílarnir höfðu lokið annarri umferðinni). Það er ljóst að báðir gerðu mistök", sagði Maldonado. Dómarar litu yfir málið og létu sinn dóm falla, en þá gáfu þeir líka fjórum ökumönnum leyfi til að keppa á morgun sem höfðu ekki náð lágmarks aksturstímanum í tímatökunni, en aðstæður voru erfiðar vegna rigningar. Það verða því 24 bílar á ráslínunni á morgun og Michael Schumacher afstastur á Mercedes eftir að afturhjól flaug undan bílnum í fyrstu umferð tímatökunnar. Formúla Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Formúlu 1 ökumennirnir Lewis Hamilton hjá McLaren og Pastor Maldonado lentu í samtuði í tímatöku fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Þeir rákust saman eftir að hafa lokið annarri umferð tímatökunnar í dag og dómarar mótsins töldu báða brotlega. Maldonado verður færður úr 16 sæti á ráslínu í það 21 fyrir kappaksturinn vegna atviksins, en Hamilton fékk aðeins áminningu. Kapparnir tveir voru á öndverðum meiði varðandi atvikið, en bílarnir rákust nokkuð harkalega saman. „Ég hef ekki talað við hann (Maldonado) til að vita hans hlið, en það er ljóst af myndbandi að við erum að aka beinan kafla, sem liggur þó aðeins til hægri. Hann er á hægri hliðinni og ég vinstri og kemst ekki meira til vinstri en raun var. Á einhvern hátt skellur hann á mér og það er annarra að skilgreina hvað gerðist, en ég keyrði ekki á neinn", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. Hann taldi lán í óláni að bíllinn skemmdist ekki meira en raun bar vitni og hann kláraði lokumferð tímaökunnar og er annar á ráslínu á eftir Sebastian Vettel í kappakstrinum á morgun. Maldonado var spurður á því hvort hann hefði vísvitandi keyrt á Hamilton. „Nei. Ég reyndi að komast framúr honum af því hann hægði á sér. Þetta lítur út eins og beinn kafli, en það er beygja þarna, en kannski var hann að beygja á meðan ég keyrði beint. Það er erfitt að segja. Það var engin ástæða til að aðhafast neitt (eftir að bílarnir höfðu lokið annarri umferðinni). Það er ljóst að báðir gerðu mistök", sagði Maldonado. Dómarar litu yfir málið og létu sinn dóm falla, en þá gáfu þeir líka fjórum ökumönnum leyfi til að keppa á morgun sem höfðu ekki náð lágmarks aksturstímanum í tímatökunni, en aðstæður voru erfiðar vegna rigningar. Það verða því 24 bílar á ráslínunni á morgun og Michael Schumacher afstastur á Mercedes eftir að afturhjól flaug undan bílnum í fyrstu umferð tímatökunnar.
Formúla Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira