Efnahagsmál í brennidepli 27. ágúst 2011 04:00 Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra rauf þing í gær og efndi til kosninga. Stjórnarandstaðan hefur haft forskot í skoðanakönnunum um langa hríð.N ordicPhotos/AFP Helle Thorning-Schmidt Kosið verður til þings í Danmörku hinn 15. september næstkomandi. Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra boðaði til kosninga í gær og tók þannig af skarið eftir margra vikna vangaveltur, en reglubundnar kosningar hefðu átt að fara fram í nóvember. Rasmussen á þó erfitt verkefni fram undan, þar sem stjórnarflokkarnir Venstre og Íhaldsflokkurinn hafa misst talsvert fylgi yfir til vinstriflokkanna. Samkvæmt nýbirtri skoðanakönnun Ritzau myndu vinstriflokkarnir fá 96 af 179 þingsætum en flestar kannanir þar á undan höfðu gefið þeim 94 eða 95 sæti. Verði það niðurstaðan verður Helle Thorning-Schmidt, formaður jafnaðarmanna, fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra þar í landi. Ástæðan fyrir því að Rasmussen boðar nú til kosninga er að hann hefur ekki náð samkomulagi við Danska þjóðarflokkinn (DF), sem ver stjórnina falli, um aðgerðapakka til að efla efnahags- og atvinnulífið. Helst eru það hugmyndir stjórnarflokkanna um skattaafslátt vegna fasteignakaupa sem standa í DF, sem telur það of dýra aðgerð sem muni ekki skila nægu fé í ríkiskassann. Flestir sérfræðingar danskra fjölmiðla eru sammála um að komandi kosningabarátta verði hörð og spennandi. Venstre og Íhaldsmenn hafa haldið um stjórnartaumana í Danmörku frá því að þeir sigruðu í kosningum árið 2001, en DF hefur varið minnihlutastjórn þeirra falli frá upphafi og fengið nokkru áorkað af sínum helstu baráttumálum í krafti þess, þar á meðal í málefnum innflytjenda. Mál málanna verða þó eflaust efnahagsmálin því að fyrir liggur að næstu ár muni einkennast af aðhaldi. Stjórnmálaskýrandi Jótlandspóstsins sagði til dæmis að lykilorðin væru tvö: vöxtur og skuldir. Vinstriflokkarnir segja að stjórnin þurfi að auka opinber umsvif til að örva vöxt og hækka skatta til að styðja við velferðarkerfið. Venstre og íhaldsmenn leggja hins vegar ofuráherslu á að efnahagsástand Evrópu og heimsins sýni að skuldasöfnun hins opinbera sé varhugaverð. thorgils@frettabladid.is Erlent Fréttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Helle Thorning-Schmidt Kosið verður til þings í Danmörku hinn 15. september næstkomandi. Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra boðaði til kosninga í gær og tók þannig af skarið eftir margra vikna vangaveltur, en reglubundnar kosningar hefðu átt að fara fram í nóvember. Rasmussen á þó erfitt verkefni fram undan, þar sem stjórnarflokkarnir Venstre og Íhaldsflokkurinn hafa misst talsvert fylgi yfir til vinstriflokkanna. Samkvæmt nýbirtri skoðanakönnun Ritzau myndu vinstriflokkarnir fá 96 af 179 þingsætum en flestar kannanir þar á undan höfðu gefið þeim 94 eða 95 sæti. Verði það niðurstaðan verður Helle Thorning-Schmidt, formaður jafnaðarmanna, fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra þar í landi. Ástæðan fyrir því að Rasmussen boðar nú til kosninga er að hann hefur ekki náð samkomulagi við Danska þjóðarflokkinn (DF), sem ver stjórnina falli, um aðgerðapakka til að efla efnahags- og atvinnulífið. Helst eru það hugmyndir stjórnarflokkanna um skattaafslátt vegna fasteignakaupa sem standa í DF, sem telur það of dýra aðgerð sem muni ekki skila nægu fé í ríkiskassann. Flestir sérfræðingar danskra fjölmiðla eru sammála um að komandi kosningabarátta verði hörð og spennandi. Venstre og Íhaldsmenn hafa haldið um stjórnartaumana í Danmörku frá því að þeir sigruðu í kosningum árið 2001, en DF hefur varið minnihlutastjórn þeirra falli frá upphafi og fengið nokkru áorkað af sínum helstu baráttumálum í krafti þess, þar á meðal í málefnum innflytjenda. Mál málanna verða þó eflaust efnahagsmálin því að fyrir liggur að næstu ár muni einkennast af aðhaldi. Stjórnmálaskýrandi Jótlandspóstsins sagði til dæmis að lykilorðin væru tvö: vöxtur og skuldir. Vinstriflokkarnir segja að stjórnin þurfi að auka opinber umsvif til að örva vöxt og hækka skatta til að styðja við velferðarkerfið. Venstre og íhaldsmenn leggja hins vegar ofuráherslu á að efnahagsástand Evrópu og heimsins sýni að skuldasöfnun hins opinbera sé varhugaverð. thorgils@frettabladid.is
Erlent Fréttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira