Tiger segir gamla kylfusveininn sinn ekki vera kynþáttahatara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2011 14:45 Tiger Woods og Steve Williams. Mynd/AFP Tiger Woods viðurkennir að ljót orð gamla kylfusveins hans, Steve Williams, hafi sært hann en að hann sé samt tilbúinn að bæði fyrirgefa og verja orðspor Williams. Tiger Woods lét Steve Williams fara í júlí en Williams hafði verið kylfusveinn Tigers í tólf ár og notið góðs af fjölmörgum sigrum Woods í gegnum tíðina. Williams drullaði yfir Woods þegar hann fór upp á svið í matarboði í tengslum við HSBC-mótið í Sjanghæ. Williams var þá beðinn um að útskýra viðbrögð sín eftir að hann aðstoðaði Adam Scott við að vinna Bridgestone-mótið í ágúst. Það var fyrsta mót þeirra saman en Williams sagði það hafa verið sætasta sigurinn á ferlinum. Williams virðist eiga erfitt með að sætta sig við að Tiger hafi rekið hann síðpasta sumar og ummæli hans í umræddri veislu voru það vafasöm að menn litu á þau sem kynþáttaníð. „Það var rangt af honum að segja þetta en við horfum fram á veginn. Þetta var sárt en lífið heldur áfram," sagði Tiger Woods. „Hann átti aldrei að láta þetta út úr sér og hann óskar þess líka sjálfur að hafa aldrei sagt þetta. Við ræddum þetta auglitis til auglitis á mánudaginn og hann baðst afsökunnar," sagði Woods og segist vera þess fullviss um að Steve Williams sé ekki kynþáttahatari. Stöð 2 sport sýnir frá mótinu. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um útsendingarnar hér. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods viðurkennir að ljót orð gamla kylfusveins hans, Steve Williams, hafi sært hann en að hann sé samt tilbúinn að bæði fyrirgefa og verja orðspor Williams. Tiger Woods lét Steve Williams fara í júlí en Williams hafði verið kylfusveinn Tigers í tólf ár og notið góðs af fjölmörgum sigrum Woods í gegnum tíðina. Williams drullaði yfir Woods þegar hann fór upp á svið í matarboði í tengslum við HSBC-mótið í Sjanghæ. Williams var þá beðinn um að útskýra viðbrögð sín eftir að hann aðstoðaði Adam Scott við að vinna Bridgestone-mótið í ágúst. Það var fyrsta mót þeirra saman en Williams sagði það hafa verið sætasta sigurinn á ferlinum. Williams virðist eiga erfitt með að sætta sig við að Tiger hafi rekið hann síðpasta sumar og ummæli hans í umræddri veislu voru það vafasöm að menn litu á þau sem kynþáttaníð. „Það var rangt af honum að segja þetta en við horfum fram á veginn. Þetta var sárt en lífið heldur áfram," sagði Tiger Woods. „Hann átti aldrei að láta þetta út úr sér og hann óskar þess líka sjálfur að hafa aldrei sagt þetta. Við ræddum þetta auglitis til auglitis á mánudaginn og hann baðst afsökunnar," sagði Woods og segist vera þess fullviss um að Steve Williams sé ekki kynþáttahatari. Stöð 2 sport sýnir frá mótinu. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um útsendingarnar hér.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira