Erlent

Hnefaleikakappinn Joe Frazier látinn

Joe Frazier fyrrum heimsmeistari í þungavikt í hnefnaleikum er látinn 67 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein í lifur.

Frazier er þekktur í sögunni sem fyrsti hnefaleikakappinn sem náði að sigra Muhammad Ali í slag um heimsmeistaratitilinn. Þetta var árið 1971. Hann hélt titlinum til 1973 en tapaði þá fyrir George Formann.

Síðar barðist hann tvisvar í við Muhammad Ali en tapaði í bæði skiptin. Bardagar þeirra vöktu mikla athygli á sínum tíma og hlutu skrautleg nöfn eins og Thrilla in Manilla. Frazer hætti hnefaleikum að mestu árið 1976.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×