Herdís Þorgeirsdóttir var endurkjörin forseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga á aðalfundi samtakanna í Berlín í síðustu viku.
Evrópusamtök kvenlögfræðinga voru stofnuð árið 2000. Meðal stofnendanna var Cherie Booth Blair, eiginkona Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Herdís hefur gegnt formennsku í samtökunum síðan 2009.
Að þessu sinni var fundað í Mannréttindastofnun Þýskalands, en henni veitir forstöðu fyrrverandi varaforseti samtakanna, Beate Rudolp lagaprófessor.- sh
Herdís endurkjörin forseti
