Úrsögn Lilju og Atla kom þingflokki VG í opna skjöldu 21. mars 2011 11:30 Ráðherrar VG. Þeim brá meðal annars þegar þeir heyrðu fréttirnar í morgun. Framkvæmdastjóri þingflokks VG, Bergur Sigurðsson, segir tilkynningu um úrsögn þingmannanna Lilju Mósesdóttur og Atla Gíslasonar, úr þingflokki VG hafa komið samstarfsfólki þeirra í algjörlega opna skjöldu. Það er Smugan sem greinir frá þessu. Þar segir ennfremur að þingmenn VG hafi fyrst heyrt af málinu í kjölfar tilkynningar sem send var á alla fjölmiðla nú í morgun. Búist er við yfirlýsingu frá þingflokki Vinstri grænna í hádeginu að loknum blaðamannafundi Lilju og Atla en þau hafa boðað til fundar í Alþingishúsinu klukkan hálf tólf. Allir aðrir þingmenn Vinstri grænna utan Lilju og Gísla eru á fundinum, þar á meðal Ásmundur Einar Daðason sem greiddi ekki atkvæði með fjárlagafrumvarpinu fremur en Lilja og Atli og hefur verið gagnrýninn á stjórnarsamstarfið í ljósi umsóknarinnar um aðild að ESB. Tengdar fréttir Atli og Lilja segja sig úr VG - bein útsending á Vísi Þingmenn Vinstri grænna, þau Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir hafa ákveðið að segja sig úr þingflokknum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þeim sem var að berast. Þau hafa boðað til blaðamannafundar í Alþingishúsinu klukkan hálf tólf í dag. 21. mars 2011 10:39 Össur segir úrsögnina ekki koma á óvart: Breytir engu Úrsögn Atla Gíslasonar og Lilju Mósesdóttur úr þingflokki Vinstri grænna kemur Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra, ekkert á óvart. "Ríkisstjórnin hefur meirihluta og mér er til efs að þetta breyti nokkru um hennar stöðu, miðað við hvar þau hafa legið í ýmsum málum síðustu mánuði,“ segir Össur en þau Atli og Lilja hafa verið ósammála forystu ríkisstjórnarflokkanna um nokkra tíð, meðal annars þegar kemur að Icesave-deilunni og afgreiðslu fjárlaga. Össur telur úrsögn þeirra því hafa legið í spilunum, eins og hann orðar það. "Þetta er ekkert sem kemur mér á óvart. Mér bregður hvorki við sár né bana,“ segir hann. Spurður hvort hann hafi áhyggjur af styrk ríkisstjórnarinnar nú í ljósi þess að meirihlutinn er orðinn naumari, segir Össur brattur:. "Þeir sem eru í ríkisstjórn fá borgað fyrir að hafa áhyggjur,“ segir Össur. Hann segir að vissulega þurfi ríkisstjórnin að meta stöðuna í ljósi þessarar breyttu stöðu. "Það eru líka leikir sem þessi staða skapar,“ segir hann. Þau ætla að skýra úrsögnina á blaðamannafundi sem haldinn verður í Alþingishúsinu nú klukkan hálf tólf, og verður hann sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi. 21. mars 2011 11:01 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Framkvæmdastjóri þingflokks VG, Bergur Sigurðsson, segir tilkynningu um úrsögn þingmannanna Lilju Mósesdóttur og Atla Gíslasonar, úr þingflokki VG hafa komið samstarfsfólki þeirra í algjörlega opna skjöldu. Það er Smugan sem greinir frá þessu. Þar segir ennfremur að þingmenn VG hafi fyrst heyrt af málinu í kjölfar tilkynningar sem send var á alla fjölmiðla nú í morgun. Búist er við yfirlýsingu frá þingflokki Vinstri grænna í hádeginu að loknum blaðamannafundi Lilju og Atla en þau hafa boðað til fundar í Alþingishúsinu klukkan hálf tólf. Allir aðrir þingmenn Vinstri grænna utan Lilju og Gísla eru á fundinum, þar á meðal Ásmundur Einar Daðason sem greiddi ekki atkvæði með fjárlagafrumvarpinu fremur en Lilja og Atli og hefur verið gagnrýninn á stjórnarsamstarfið í ljósi umsóknarinnar um aðild að ESB.
Tengdar fréttir Atli og Lilja segja sig úr VG - bein útsending á Vísi Þingmenn Vinstri grænna, þau Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir hafa ákveðið að segja sig úr þingflokknum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þeim sem var að berast. Þau hafa boðað til blaðamannafundar í Alþingishúsinu klukkan hálf tólf í dag. 21. mars 2011 10:39 Össur segir úrsögnina ekki koma á óvart: Breytir engu Úrsögn Atla Gíslasonar og Lilju Mósesdóttur úr þingflokki Vinstri grænna kemur Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra, ekkert á óvart. "Ríkisstjórnin hefur meirihluta og mér er til efs að þetta breyti nokkru um hennar stöðu, miðað við hvar þau hafa legið í ýmsum málum síðustu mánuði,“ segir Össur en þau Atli og Lilja hafa verið ósammála forystu ríkisstjórnarflokkanna um nokkra tíð, meðal annars þegar kemur að Icesave-deilunni og afgreiðslu fjárlaga. Össur telur úrsögn þeirra því hafa legið í spilunum, eins og hann orðar það. "Þetta er ekkert sem kemur mér á óvart. Mér bregður hvorki við sár né bana,“ segir hann. Spurður hvort hann hafi áhyggjur af styrk ríkisstjórnarinnar nú í ljósi þess að meirihlutinn er orðinn naumari, segir Össur brattur:. "Þeir sem eru í ríkisstjórn fá borgað fyrir að hafa áhyggjur,“ segir Össur. Hann segir að vissulega þurfi ríkisstjórnin að meta stöðuna í ljósi þessarar breyttu stöðu. "Það eru líka leikir sem þessi staða skapar,“ segir hann. Þau ætla að skýra úrsögnina á blaðamannafundi sem haldinn verður í Alþingishúsinu nú klukkan hálf tólf, og verður hann sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi. 21. mars 2011 11:01 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Atli og Lilja segja sig úr VG - bein útsending á Vísi Þingmenn Vinstri grænna, þau Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir hafa ákveðið að segja sig úr þingflokknum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þeim sem var að berast. Þau hafa boðað til blaðamannafundar í Alþingishúsinu klukkan hálf tólf í dag. 21. mars 2011 10:39
Össur segir úrsögnina ekki koma á óvart: Breytir engu Úrsögn Atla Gíslasonar og Lilju Mósesdóttur úr þingflokki Vinstri grænna kemur Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra, ekkert á óvart. "Ríkisstjórnin hefur meirihluta og mér er til efs að þetta breyti nokkru um hennar stöðu, miðað við hvar þau hafa legið í ýmsum málum síðustu mánuði,“ segir Össur en þau Atli og Lilja hafa verið ósammála forystu ríkisstjórnarflokkanna um nokkra tíð, meðal annars þegar kemur að Icesave-deilunni og afgreiðslu fjárlaga. Össur telur úrsögn þeirra því hafa legið í spilunum, eins og hann orðar það. "Þetta er ekkert sem kemur mér á óvart. Mér bregður hvorki við sár né bana,“ segir hann. Spurður hvort hann hafi áhyggjur af styrk ríkisstjórnarinnar nú í ljósi þess að meirihlutinn er orðinn naumari, segir Össur brattur:. "Þeir sem eru í ríkisstjórn fá borgað fyrir að hafa áhyggjur,“ segir Össur. Hann segir að vissulega þurfi ríkisstjórnin að meta stöðuna í ljósi þessarar breyttu stöðu. "Það eru líka leikir sem þessi staða skapar,“ segir hann. Þau ætla að skýra úrsögnina á blaðamannafundi sem haldinn verður í Alþingishúsinu nú klukkan hálf tólf, og verður hann sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi. 21. mars 2011 11:01