Vettel: Erfitt að meta styrkleika keppinautanna 23. mars 2011 15:11 Sebastian Vettel lærði að rýja rollu á Warrock Cattle sveitabýlinu fyrir utan Melbourne í Ástralíu. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Formúlu 1 heimsmeistarinn Sebastian Vettel hjá Red Bull telur að erfitt sé að meta hvernig hann stendur gagnvart keppinautum sínum. Hann keppir í fyrsta Formúlu 1 móti ársins í Ástralíu á sunnudaginn. "Það er óvissa að vita hvernig maður stendur miðað við aðra. Sú staða hefur aldrei verið til staðar", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag. Margir óvissuþættir eru í Formúlu 1 í ár og ekki síst útaf nýjum dekkjum frá Pirelli sem eiga að slitna hraðar og gætu kostað það að keppnislið verða að taka fleiri þjónustuhlé í mótum. Formúlu 1 keppnislið æfðu á brautum á Spáni í vetur og ökumenn skiptust á að ná besta tíma. "Við þurfum ekki að vera í óvissu með okkar lið. Við vitum hvað við höfum gert og við ættum að vera í góðum málum. Núna er bara málið að sjá hvar við stöndum gagnvart öðrum", sagði Vettel. Vettel sagði þetta á kynningu í Ástralíu, þar sem hann var látinn prófa að rýja rollu og stjórna fjárhundi, til að kynnast áströlsku sveitalífi. Vettel var frekar áhyggjufullur að meiða dýr við rúningu, en verður hvergi banginn í mótinu um helgina. "Ég verð ekki eins feiminn og í dag, því ég veit hvað ég ætla að gera", aðspurður um væntanlegt mót. "Við áttum góðan vetur og höfum ekið mikið. Við lentum ekki í neinum verulegum vandræðum með bílinn, bara smávægilegum, ekkert stórkostlegum. Þetta er besti veturinn til þessa. Það er hinsvegar erfiðara að segja hvar við stöndum gangvart öðrum." "Það eru allir með nýja hluti á bílum sínum, það eru nýjar reglur og ný dekk. Það er erfitt að finna það út hvar maður er staddur. Til þess komum við hingað og sjáum það í síðasta lagi á laugardaginn." Sem ríkjandi heimsmeistari er Vettel með rásnúmer 1 á bíl sínum á þessu ári. "Við byrjum allir á núlli og ég hef núll stig líka, eins og aðrir. Það kann að vera að það sé rásnúmer eitt á bílnum, en það þýðir ekki að ég sé fljótari í ár. Ég þarf að vinna af krafti og kreista allt út úr bílnum, til að vera viss um að vera í fremstu röð", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Formúlu 1 heimsmeistarinn Sebastian Vettel hjá Red Bull telur að erfitt sé að meta hvernig hann stendur gagnvart keppinautum sínum. Hann keppir í fyrsta Formúlu 1 móti ársins í Ástralíu á sunnudaginn. "Það er óvissa að vita hvernig maður stendur miðað við aðra. Sú staða hefur aldrei verið til staðar", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag. Margir óvissuþættir eru í Formúlu 1 í ár og ekki síst útaf nýjum dekkjum frá Pirelli sem eiga að slitna hraðar og gætu kostað það að keppnislið verða að taka fleiri þjónustuhlé í mótum. Formúlu 1 keppnislið æfðu á brautum á Spáni í vetur og ökumenn skiptust á að ná besta tíma. "Við þurfum ekki að vera í óvissu með okkar lið. Við vitum hvað við höfum gert og við ættum að vera í góðum málum. Núna er bara málið að sjá hvar við stöndum gagnvart öðrum", sagði Vettel. Vettel sagði þetta á kynningu í Ástralíu, þar sem hann var látinn prófa að rýja rollu og stjórna fjárhundi, til að kynnast áströlsku sveitalífi. Vettel var frekar áhyggjufullur að meiða dýr við rúningu, en verður hvergi banginn í mótinu um helgina. "Ég verð ekki eins feiminn og í dag, því ég veit hvað ég ætla að gera", aðspurður um væntanlegt mót. "Við áttum góðan vetur og höfum ekið mikið. Við lentum ekki í neinum verulegum vandræðum með bílinn, bara smávægilegum, ekkert stórkostlegum. Þetta er besti veturinn til þessa. Það er hinsvegar erfiðara að segja hvar við stöndum gangvart öðrum." "Það eru allir með nýja hluti á bílum sínum, það eru nýjar reglur og ný dekk. Það er erfitt að finna það út hvar maður er staddur. Til þess komum við hingað og sjáum það í síðasta lagi á laugardaginn." Sem ríkjandi heimsmeistari er Vettel með rásnúmer 1 á bíl sínum á þessu ári. "Við byrjum allir á núlli og ég hef núll stig líka, eins og aðrir. Það kann að vera að það sé rásnúmer eitt á bílnum, en það þýðir ekki að ég sé fljótari í ár. Ég þarf að vinna af krafti og kreista allt út úr bílnum, til að vera viss um að vera í fremstu röð", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira