Innlent

Kæra Hannesar til skoðunar

Guðjón Ólafur Jónsson
Guðjón Ólafur Jónsson
„Málið er til skoðunar hjá mér og ég get ekkert tjáð mig um efni þess eða framgang.“ Þetta segir Guðjón Ólafur Jónsson hæstaréttarlögmaður spurður um framgang kærumáls Hannesar Smárasonar gegn ríkissaksóknara og saksóknara efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Guðjón Ólafur er settur saksóknari í málinu.

Fréttablaðið greindi frá því í gær að Hannes hefði kært ofangreinda saksóknara fyrir brot gegn þagnarskyldu eftir að gögn tengd rannsókn efnahagsbrotadeildar á viðskiptum FL Group voru afhent fulltrúa eins af stærri hluthöfum í fyrirtækinu. Upplýsingar úr gögnunum voru síðar til umfjöllunar hjá fjölmiðlum. Saksóknari efnahagsbrotadeildar leitaði óformlegs álits ríkissaksóknara á afhendingu gagnanna áður en til hennar kom. Ríkissaksóknari kvaðst ekki hafa forsendur til að meta málið.

„Ég staðfesti að kæran var send þar sem þarna voru afhent gögn sem við teljum að ekki hefði átt að afhenda,“ sagði Gísli Guðni Hall hrl., lögmaður Hannesar, við Fréttablaðið í gær. Gísli Guðni kvaðst ekki vilja tjá sig frekar um málið að sinni. - jss



Fleiri fréttir

Sjá meira


×