Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Hver verður í markinu hjá Arsenal?

Markvarðamálin hjá Arsenal eru sívinsælt umræðuefni hjá áhugamönnum um enska fótboltann. Arsene Wenger knattspyrnustjóri liðsins fékk Jens Lehmann til liðsins á dögunum og í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 veltu sérfræðingar þáttarins því fyrir sér hvort Lehmann yrði í byrjunarliðinu í næsta leik.

Guðmundur Benediktsson rifjaði upp ýmis skrautleg atvik hjá markvörðum Arsenal í vetur og benti á þá staðreynd að Wenger er búinn að reyna ýmislegt á tímabilinu. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var gestur þáttarins og hann er á þeirri skoðun að Lehmann verði í markinu í næsta leik.

Hjörvar Hafliðason setti fram „óskalista" yfir markverði sem Arsenal gæti reynt að fá til liðsins í sumar.

Innslagið úr Sunnudagsmessunni er hægt að skoða með því að smella á hnappinn hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×