Steingrímur: Þrotlaust strit og púl 23. mars 2011 06:00 Það er til uppörvunar þjóðinni að horfa á þessar útsendingar fyrsta hálftímann,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Fréttablaðið/GVA Ríkisstjórnin stendur traustum fótum, sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í gær, spurður um stöðu stjórnarsamstarfsins eftir brotthvarf tveggja liðsmanna úr þingflokki VG. Tilefnið var ummæli, höfð eftir Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra, um að stjórnarsamstarfið stæði sterkara eftir. Steingrímur sagði ómaklegt að halda því fram að Össur hefði þar fagnað úrsögn Lilju og Atla. Ríkisstjórnin héldi áfram að axla ábyrgð á verki sem hún hefði náð miklum árangri við. Sumir héldu því fram að vandann mætti leysa með ókeypis töfrabrögðum en það er rangt, segir Steingrímur: „Þetta er þrotlaust strit og púl, erfið vinna og flórmokstur, sem við höfum verið í til að skapa hér grunninn að nýju og betra samfélagi,“ sagði fjármálaráðherra. Þingmenn hlógu undir orðum hans. „Nú hlæja ýmsir,“ sagði Steingrímur þá, „það eru þeir sem lögðu til mykjuna í flórinn.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði ræðuna „Best of…“ Steingríms; fátt hefði gerst síðastliðin tvö ár en hann talaði um hvað ríkisstjórnin ætti erfitt, allt væri öðrum að kenna en nú væri þetta allt að koma. Steingrímur bað menn þá að staldra við og þakka fyrir stöðuna í íslensku samfélagi: „Við búum í tíunda til fimmtánda mesta velmegunarsamfélagi hnattarins í dag, þrátt fyrir hrunið,“ sagði ráðherrann. „Við erum með sterkt samfélag og þróaða og öfluga innviði. Háttvirtir svartsýnis- og bölsýnismenn, sem eru með „himin helltan af myrkri fullan“ hvern dag, svo vitnað sé í gamalt textabrot, þeir ættu að hafa þetta í huga.“ - pg Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ríkisstjórnin stendur traustum fótum, sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í gær, spurður um stöðu stjórnarsamstarfsins eftir brotthvarf tveggja liðsmanna úr þingflokki VG. Tilefnið var ummæli, höfð eftir Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra, um að stjórnarsamstarfið stæði sterkara eftir. Steingrímur sagði ómaklegt að halda því fram að Össur hefði þar fagnað úrsögn Lilju og Atla. Ríkisstjórnin héldi áfram að axla ábyrgð á verki sem hún hefði náð miklum árangri við. Sumir héldu því fram að vandann mætti leysa með ókeypis töfrabrögðum en það er rangt, segir Steingrímur: „Þetta er þrotlaust strit og púl, erfið vinna og flórmokstur, sem við höfum verið í til að skapa hér grunninn að nýju og betra samfélagi,“ sagði fjármálaráðherra. Þingmenn hlógu undir orðum hans. „Nú hlæja ýmsir,“ sagði Steingrímur þá, „það eru þeir sem lögðu til mykjuna í flórinn.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði ræðuna „Best of…“ Steingríms; fátt hefði gerst síðastliðin tvö ár en hann talaði um hvað ríkisstjórnin ætti erfitt, allt væri öðrum að kenna en nú væri þetta allt að koma. Steingrímur bað menn þá að staldra við og þakka fyrir stöðuna í íslensku samfélagi: „Við búum í tíunda til fimmtánda mesta velmegunarsamfélagi hnattarins í dag, þrátt fyrir hrunið,“ sagði ráðherrann. „Við erum með sterkt samfélag og þróaða og öfluga innviði. Háttvirtir svartsýnis- og bölsýnismenn, sem eru með „himin helltan af myrkri fullan“ hvern dag, svo vitnað sé í gamalt textabrot, þeir ættu að hafa þetta í huga.“ - pg
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira