Steingrímur: Þrotlaust strit og púl 23. mars 2011 06:00 Það er til uppörvunar þjóðinni að horfa á þessar útsendingar fyrsta hálftímann,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Fréttablaðið/GVA Ríkisstjórnin stendur traustum fótum, sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í gær, spurður um stöðu stjórnarsamstarfsins eftir brotthvarf tveggja liðsmanna úr þingflokki VG. Tilefnið var ummæli, höfð eftir Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra, um að stjórnarsamstarfið stæði sterkara eftir. Steingrímur sagði ómaklegt að halda því fram að Össur hefði þar fagnað úrsögn Lilju og Atla. Ríkisstjórnin héldi áfram að axla ábyrgð á verki sem hún hefði náð miklum árangri við. Sumir héldu því fram að vandann mætti leysa með ókeypis töfrabrögðum en það er rangt, segir Steingrímur: „Þetta er þrotlaust strit og púl, erfið vinna og flórmokstur, sem við höfum verið í til að skapa hér grunninn að nýju og betra samfélagi,“ sagði fjármálaráðherra. Þingmenn hlógu undir orðum hans. „Nú hlæja ýmsir,“ sagði Steingrímur þá, „það eru þeir sem lögðu til mykjuna í flórinn.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði ræðuna „Best of…“ Steingríms; fátt hefði gerst síðastliðin tvö ár en hann talaði um hvað ríkisstjórnin ætti erfitt, allt væri öðrum að kenna en nú væri þetta allt að koma. Steingrímur bað menn þá að staldra við og þakka fyrir stöðuna í íslensku samfélagi: „Við búum í tíunda til fimmtánda mesta velmegunarsamfélagi hnattarins í dag, þrátt fyrir hrunið,“ sagði ráðherrann. „Við erum með sterkt samfélag og þróaða og öfluga innviði. Háttvirtir svartsýnis- og bölsýnismenn, sem eru með „himin helltan af myrkri fullan“ hvern dag, svo vitnað sé í gamalt textabrot, þeir ættu að hafa þetta í huga.“ - pg Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Ríkisstjórnin stendur traustum fótum, sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í gær, spurður um stöðu stjórnarsamstarfsins eftir brotthvarf tveggja liðsmanna úr þingflokki VG. Tilefnið var ummæli, höfð eftir Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra, um að stjórnarsamstarfið stæði sterkara eftir. Steingrímur sagði ómaklegt að halda því fram að Össur hefði þar fagnað úrsögn Lilju og Atla. Ríkisstjórnin héldi áfram að axla ábyrgð á verki sem hún hefði náð miklum árangri við. Sumir héldu því fram að vandann mætti leysa með ókeypis töfrabrögðum en það er rangt, segir Steingrímur: „Þetta er þrotlaust strit og púl, erfið vinna og flórmokstur, sem við höfum verið í til að skapa hér grunninn að nýju og betra samfélagi,“ sagði fjármálaráðherra. Þingmenn hlógu undir orðum hans. „Nú hlæja ýmsir,“ sagði Steingrímur þá, „það eru þeir sem lögðu til mykjuna í flórinn.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði ræðuna „Best of…“ Steingríms; fátt hefði gerst síðastliðin tvö ár en hann talaði um hvað ríkisstjórnin ætti erfitt, allt væri öðrum að kenna en nú væri þetta allt að koma. Steingrímur bað menn þá að staldra við og þakka fyrir stöðuna í íslensku samfélagi: „Við búum í tíunda til fimmtánda mesta velmegunarsamfélagi hnattarins í dag, þrátt fyrir hrunið,“ sagði ráðherrann. „Við erum með sterkt samfélag og þróaða og öfluga innviði. Háttvirtir svartsýnis- og bölsýnismenn, sem eru með „himin helltan af myrkri fullan“ hvern dag, svo vitnað sé í gamalt textabrot, þeir ættu að hafa þetta í huga.“ - pg
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira