Steingrímur: Þrotlaust strit og púl 23. mars 2011 06:00 Það er til uppörvunar þjóðinni að horfa á þessar útsendingar fyrsta hálftímann,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Fréttablaðið/GVA Ríkisstjórnin stendur traustum fótum, sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í gær, spurður um stöðu stjórnarsamstarfsins eftir brotthvarf tveggja liðsmanna úr þingflokki VG. Tilefnið var ummæli, höfð eftir Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra, um að stjórnarsamstarfið stæði sterkara eftir. Steingrímur sagði ómaklegt að halda því fram að Össur hefði þar fagnað úrsögn Lilju og Atla. Ríkisstjórnin héldi áfram að axla ábyrgð á verki sem hún hefði náð miklum árangri við. Sumir héldu því fram að vandann mætti leysa með ókeypis töfrabrögðum en það er rangt, segir Steingrímur: „Þetta er þrotlaust strit og púl, erfið vinna og flórmokstur, sem við höfum verið í til að skapa hér grunninn að nýju og betra samfélagi,“ sagði fjármálaráðherra. Þingmenn hlógu undir orðum hans. „Nú hlæja ýmsir,“ sagði Steingrímur þá, „það eru þeir sem lögðu til mykjuna í flórinn.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði ræðuna „Best of…“ Steingríms; fátt hefði gerst síðastliðin tvö ár en hann talaði um hvað ríkisstjórnin ætti erfitt, allt væri öðrum að kenna en nú væri þetta allt að koma. Steingrímur bað menn þá að staldra við og þakka fyrir stöðuna í íslensku samfélagi: „Við búum í tíunda til fimmtánda mesta velmegunarsamfélagi hnattarins í dag, þrátt fyrir hrunið,“ sagði ráðherrann. „Við erum með sterkt samfélag og þróaða og öfluga innviði. Háttvirtir svartsýnis- og bölsýnismenn, sem eru með „himin helltan af myrkri fullan“ hvern dag, svo vitnað sé í gamalt textabrot, þeir ættu að hafa þetta í huga.“ - pg Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Ríkisstjórnin stendur traustum fótum, sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í gær, spurður um stöðu stjórnarsamstarfsins eftir brotthvarf tveggja liðsmanna úr þingflokki VG. Tilefnið var ummæli, höfð eftir Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra, um að stjórnarsamstarfið stæði sterkara eftir. Steingrímur sagði ómaklegt að halda því fram að Össur hefði þar fagnað úrsögn Lilju og Atla. Ríkisstjórnin héldi áfram að axla ábyrgð á verki sem hún hefði náð miklum árangri við. Sumir héldu því fram að vandann mætti leysa með ókeypis töfrabrögðum en það er rangt, segir Steingrímur: „Þetta er þrotlaust strit og púl, erfið vinna og flórmokstur, sem við höfum verið í til að skapa hér grunninn að nýju og betra samfélagi,“ sagði fjármálaráðherra. Þingmenn hlógu undir orðum hans. „Nú hlæja ýmsir,“ sagði Steingrímur þá, „það eru þeir sem lögðu til mykjuna í flórinn.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði ræðuna „Best of…“ Steingríms; fátt hefði gerst síðastliðin tvö ár en hann talaði um hvað ríkisstjórnin ætti erfitt, allt væri öðrum að kenna en nú væri þetta allt að koma. Steingrímur bað menn þá að staldra við og þakka fyrir stöðuna í íslensku samfélagi: „Við búum í tíunda til fimmtánda mesta velmegunarsamfélagi hnattarins í dag, þrátt fyrir hrunið,“ sagði ráðherrann. „Við erum með sterkt samfélag og þróaða og öfluga innviði. Háttvirtir svartsýnis- og bölsýnismenn, sem eru með „himin helltan af myrkri fullan“ hvern dag, svo vitnað sé í gamalt textabrot, þeir ættu að hafa þetta í huga.“ - pg
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira